Skröltormarnir (1999)

Skröltormarnir var skammlíf hljómsveit starfandi árið 1999 og kom líklega fram aðeins í fáein skipti snemma árs. Meðlimir sveitarinnar (sem mun að einhverju leyti hafa sérhæft sig í tónlist Elvis Presley) voru þeir Karl Örvarsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson (Halli Gulli) trommuleikari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari. Þeir höfðu allir leikið með…

Skriðjöklar (1983-)

Akureyska hljómsveitin Skriðjöklar nutu töluverðra vinsælda á síðari hluta níunda áratugar síðustu aldar fyrir lög eins og Tengja, Hesturinn, Steini, Mikki refur og Aukakílóin sem öll mætti flokka sem eins konar gleðipopp með grínívafi, sveitin var einnig þekkt fyrir að vera skemmtileg á sviði og almennt sprell þegar kom að viðtölum, myndbandagerð, myndatökum o.þ.h. Segja…

Chromdalsbræður (1981)

Chromdalsbræður (Krómdalsbræður) mun hafa verið tíu manna sönghópur unglinga á Akureyri starfandi árið 1981 eða jafnvel 82. Þessi hópur kom fram opinberlega í fáein skipti og var undanfari hljómsveita eins og Skriðjökla og ½ sjö (Hálfsjö). Glatkistan hefur ekki upplýsingar um alla meðlimi Chromdalsbræðra en meðal þeirra gætu Kolbeinn Gíslason, Ómar Pétursson, Jón Haukur Brynjólfsson,…

Vinir og synir (1992)

Í upphafi árs 1992 var sett saman hljómsveit á Akureyri til að leika á söngskemmtun í Sjallanum, sem bar yfirskriftina Það er svo geggjað – saga af sveitaballi. Söngvarar í sýningunni voru Rúnar Júlíusson, Karl Örvarsson, Jakob Jónsson og Díana Hermannsdóttir. Meðlimir sveitarinnar, sem hlaut nafnið Vinir og synir, voru áðurnefndur Jakob sem einnig lék…

Út að skjóta hippa (1992)

Út að skjóta hippa var skammlíf ballsveit sem starfaði haustið 1992. Sveitin var angi af Skriðjöklum frá Akureyri en meðlimir hennar voru Sölvi Ingólfsson söngvari, Kristján Edelstein gítarleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Sigfús Óttarsson trommuleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari.

Rokksveit Fúsa Óttars (1993)

Rokksveit Fúsa Óttars virðist hafa verið skammvinnt verkefni á Akureyri snemma árs 1993, allavega finnast ekki heimildir um að sveitin hafi starfað lengur. Meðlimir Rokksveitar Fúsa Óttars voru Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari, Jakob Jónsson gítarleikari, Kristján Edelstein gítarleikari og Fúsi sjálfur, Sigfús Óttarsson trommuleikari.

1/2 7 (Hálf sjö) (1981-83)

Nýbylgjurokksveitin ½ 7 (Hálf sjö) frá Akureyri var líklega stofnuð sumarið 1981. Ári síðar (1982) var hún skráð til leiks á fyrstu Músíktilraunum Tónabæjar og SATT en hvergi er að finna heimildir um að hún hafi keppt þar, að minnsta kosti komst hún þar ekki í úrslit. Síðar þann sama vetur (1982-83) vann sveitin tónlist…