Skröltormarnir (1999)

Skröltormarnir var skammlíf hljómsveit starfandi árið 1999 og kom líklega fram aðeins í fáein skipti snemma árs.

Meðlimir sveitarinnar (sem mun að einhverju leyti hafa sérhæft sig í tónlist Elvis Presley) voru þeir Karl Örvarsson söngvari, Halldór Gunnlaugur Hauksson (Halli Gulli) trommuleikari, Sigurður Gröndal gítarleikari og Jón Haukur Brynjólfsson bassaleikari. Þeir höfðu allir leikið með þekktum hljómsveitum.