Eingangran gefur út smáskífu

Færeyski dúettinn Einangran sendi í gær frá sér fyrstu smáskífuna af plötu sem er væntanleg með sveitinni í haust en smáskífan ber heitið Koyri heim. Tónlistina segja þau vera draumkennt diskó í anda níunda áratugarins með syntha-ívafi en lagið var hljóðritað í hljóðveri þeirra Janusar Rasmussen (Kiasmos, Bloodgroup) og Sakaris Joensen (Sakaris, Boncyan) í Reykjavík.…

Afmælisbörn 12. febrúar 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíma er fjörutíu og sjö ára gamall á þessum degi. Franz hefur auk þess að vera einn af meðlimum Ensíma, verið í þekktum sveitum eins og Dr. Spock, Quicksand Jesus og Moody company en einnig minna þekktum á sínum yngri árum s.s. Dagfinni dýralækni…