Slagbrandur [2] (1978-82)

Hljómsveitin Slagbrandur var framarlega í dansleikjaspilamennsku á Austfjörðum í kringum 1980 og sendi m.a.s. frá sér tvær hljómplötur meðan hún starfaði. Slagbrandur var stofnuð á Egilsstöðum árið 1978 og kom fyrst fram á dansleik í Valaskjálfi í heimabænum haustið 1979 en sá staður varð eins konar heimavöllur sveitarinnar. Það var píanóleikarinn Árni Ísleifsson sem hafði…

Slagbrandur [2] – Efni á plötum

Slagbrandur – Afmælishljómplata UÍA: Áfram UÍA [ep] Útgefandi: Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands Útgáfunúmer: UÍA 001 Ár: 1981 1. Afmælissöngur UÍA 2. Baráttusöngur UÍA Flytjendur: Árni Ísleifsson – píanó Bjarni Helgason – trommur og söngur Friðjón Ingi Jóhannsson – bassi og söngur Stefán Jóhannsson – gítar og söngur   Slagbrandur – Grimmt og blítt [ep] Útgefandi:…

Skvaldur (1995-96)

Njarðvíska rokksveitin Skvaldur var hluti af þeirri rokksenu sem var í gangi á síðustu árum liðinnar aldar, líklega 1995 og 96. Meðlimir Skvaldurs voru Björgvin Einar Guðmundsson gítarleikari, Valgeir Sigurðsson gítarleikari, Ólafur Ingólfsson trommuleikari, Kristján Guðmundsson bassaleikari og Magni Freyr Guðmundsson söngvari þegar sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1996, þeir félagar komust ekki áfram…

Skurður (1992)

Hljómsveit sem bar nafnið Skurður starfaði á Akureyri vorið 1992 og var að öllum líkindum skammlíf sveit. Sveitin sem var líklega rokkband kom fram að minnsta kosti einu sinni á tónleikum og voru meðlimir hennar þá þeir Rögnvaldur Bragi Rögnvaldsson bassaleikari, Kristinn Þeyr Magnússon söngvari, Magnús Rúnar Magnússon trommuleikari og Baldvin Ringsted Vignisson gítarleikari.

Skytturnar [3] (1994-95)

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar og var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eru fremur litlar og slitróttar en sveitin virðist hafa verið misstór, haft mismunandi tónlistarstefnur á efnisskránni og verið skipuð mismunandi meðlimum eftir atvikum. Samt sem áður virðist um sömu sveit að ræða. Þannig er sveitin sögð vera kántrísveit í…

Skytturnar [2] (1992)

Vorið 1992 var hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar keppandi í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri en sú keppni hefur verið haldin um árabil innan skólans. Hér er reiknað með að sveitin hafi verið stofnuð fyrir þessa einu uppákomu en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar.

Skytturnar [1] (1989-)

Hljómsveitin Skytturnar var stofnuð vorið 1989 upp úr annarri sveit, Hinu liðinu en markmiðið var eingöngu að leika á dansleikjum og skemmta fólki. Skytturnar skipuðu þeir Oddur Sigurbjörnsson trommuleikari, Jósep Sigurðsson hljómborðsleikari, Birgir Bragason bassaleikari, Jón Guðmundsson gítarleikari og Þórður Bogason söngvari, einnig kom söngvarinn Eiríkur Hauksson lítillega við sögu sveitarinnar og einnig gæti Sigurður…

Skvetturnar (um 2000)

Innan Borgarkórsins (sem starfaði á árunum 1996-2008) var myndaður lítill sönghópur kvenna undir nafninu Skvetturnar, sem kom stundum fram á tónleikum kórsins en söng reyndar einnig sjálfstætt – þessi sönghópur var líklega stofnaður í kringum aldamótin. Lítið er vitað um Skvetturnar, Guðrún Leósdóttir, Kolbrún Sigurðardóttir Auður Eyvinds og Halla Leifsdóttir voru meðal þeirra og gæti…

Skúli Einarsson (1955-2021)

Skúli Einarsson, iðulega kenndur við Tannstaðabakka í Hrútafirði var öflugur í tónlistar- og félagsmálum Vestur-Húnvetninga og kom að tónlist með margvíslegum hætti. Eitt frumsamið lag í flutningi hans kom út á safnplötu á tíunda áratug síðustu aldar. Skúli var fæddur (1955) og uppalinn á Tannstaðabakka í Staðarhreppi og fyrstu skref sín í tónlistinni steig hann…

The Icelandic all star (1955)

Nafnlaus hljómsveit sem síðar hlaut nafnið The Icelandic all star var sett saman fyrir jam session í Breiðfirðingabúð snemma árs 1955 en sveitina skipuðu þeir Gunnar Ormslev saxófónleikari, Gunnar Reynir Sveinsson víbrafónleikari, Kristján Magnússon píanóleikari, Sigurbjörn Ingþórsson bassaleikari og Bob Grauso trommuleikari. Sá síðast taldi var Bandaríkjamaður sem dvaldi um tíma á Keflavíkurflugvelli og að…

Sigurbjörn Ingþórsson (1934-86)

Sigurbjörn Ingþórsson var meðal fremstu bassaleikara Íslands um langt árabil, lék bæði með danshljómsveitum og Sinfóníuhljómsveit Íslands og einnig inn á nokkrar plötur. Hann lést aðeins rúmlega fimmtugur að aldri. Sigurbjörn eða Bjössi bassi eins og hann var iðulega nefndur, fæddist í Reykjavík sumarið 1934 en ólst upp á Selfossi. Þar komst hann í tæri…

Afmælisbörn 16. febrúar 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Björn Thoroddsen gítarleikarinn kunni er sextíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Björn er upphaflega úr Hafnarfirðinum og var þar í fjölmörgum hljómsveitum áður en hann fór til Bandaríkjanna í framhaldsnám í gítarleik. Um það leyti er hann kom heim aftur sendi hann frá sér sína fyrstu plötu…