Skytturnar [2] (1992)

Vorið 1992 var hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar keppandi í tónlistarkeppninni Viðarstauk í Menntaskólanum á Akureyri en sú keppni hefur verið haldin um árabil innan skólans.

Hér er reiknað með að sveitin hafi verið stofnuð fyrir þessa einu uppákomu en óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar.