Skytturnar [3] (1994-95)

Skytturnar Jón og Ríkharður

Upplýsingar um hljómsveit sem bar nafnið Skytturnar og var starfandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar eru fremur litlar og slitróttar en sveitin virðist hafa verið misstór, haft mismunandi tónlistarstefnur á efnisskránni og verið skipuð mismunandi meðlimum eftir atvikum. Samt sem áður virðist um sömu sveit að ræða.

Þannig er sveitin sögð vera kántrísveit í sumum umfjöllunum og í öðrum sögð leika tónlist frá ýmsum tímum eða 60‘s tónlist. Einnig er sveitin ýmist nefnd hljómsveit, tríó eða dúett, þannig er hún skipuð feðgunum Gunnari og Jóni í einni heimild og Jóni Víkingssyni (Johnny King) og Ríkharði Þorsteinssyni í annarri. Hugsanlegt er að eitthvert efni hafi komið út með sveitinni.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um Skytturnar.