Smartband (1985)

Hljómsveitin Smartband starfaði aldrei nema í kringum hljóðversvinnu þeirra Kjartans Ólafssonar tónskálds og Péturs Grétarssonar slagverksleikara, en gat þó af sér stórsmellinn La-líf sem naut mjög svo óvæntra vinsælda á vormánuðum 1986. Þeir Kjartan Ólafsson og Pétur Grétarsson munu hafa stofnað Smartbandið fáeinum dögum áður en þeir fóru í hljóðver sumarið 1985 til að hljóðrita…

Smartband – Efni á plötum

Smartband [ep] Útgefandi: SMART-ART Útgáfunúmer: KO 0001 Ár: 1985 1. Ég vil vera bláu augun 2. Morgunn 3. La-líf 4. Veiðimaðurinn Flytjendur; Kjartan Ólafsson – söngur og hljómborð Pétur Grétarsson – trommur og slagverk Skúli Sverrisson – bassi Kristján Eldjárn – rafgítar Magnús Ragnarsson – söngur Kjartan Ólafsson – LaLíf 1985-1987 Útgefandi: Erkitónlist Útgáfunúmer. ETCD…

Sigríður Rósa Kristinsdóttir – Efni á plötum

Sigríður Rósa Kristinsdóttir – Debut langömmu I [snælda] Útgefandi: Sigríður Rósa Kristinsdóttir Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1993 1. Lofið þreyttum að sofa 2. Söngur S.I. bindiS 3. Sólbrúnir vangar 4. Glerbrot 5. Amma raular í rökkrinu 6. Lindin 7. Kvöldblíðan lognværa 8. Vorljóð 9. Heimþrá 10. Við Sundin 11. Lítill fugl 12. Þín hvíta mynd…

Sigríður Rósa Kristinsdóttir (1923-2016)

Sigríður Rósa Kristinsdóttir var öllu þekktari sem baráttukona fyrir launakjörum og sem fréttaritari útvarpsins heldur en fyrir tónlist en hún sendi samt sem áður frá sér tvær kassettur í eigin nafni. Sigríður Rósa Kristinsdóttir var fædd norður í Fnjóskadal sumarið 1923 og ólst að mestu upp fyrir norðan en bjó þó lengst af á Eskifirði…

Skýborg (um 1971-72)

Á Akureyri starfaði hljómsveit undir nafninu Skýborg snemma á áttunda áratug síðustu aldar, líklega í kringum 1971 og 72 en meðlimir sveitarinnar voru þá á gagnfræðaskólaaldri. Liðsmenn Skýborgar voru þeir Hreinn Laufdal [?], Gunnar Friðriksson [?], Sigurður Albertsson [?], Sigfús E. Arnþórsson hljómborðsleikari [?] og Hermann Ingi Arason bassaleikari [?]. Glatkistan óskar eftir frekari upplýsingum…

Skytturnar þrjár (2000)

Hiphop-sveitin Skytturnar þrjár var fremur skammlíf sveit sem starfaði árið 2000. Skytturnar þrjár urðu til um svipað leyti og 110 Rottweiler hundar (síðar XXX Rottweiler) sigruðu Músíktilraunir vorið 2000 en tveir af Skyttunum þremur voru í þeirri sveit, Eiríkur Ástþór Ragnarsson plötusnúður og Elvar Gunnarsson (Seppi / Hr. Kaldhæðinn) rappari, sá síðarnefndi hafði þá verið…

Skýjum ofar [2] (1997-98)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar heitið Skýjum ofar en hún starfaði að minnsta kosti á árunum 1997 og 98, lék þá m.a. þrívegis um jól og áramót á Höfn í Hornafirði. Ekki er þó víst að sveitin sé að austan því önnur heimild segir að Skýjum ofar hafi verið stofnuð upp úr…

Slagbítar (1996-97)

Þrír trommuleikarar komnir af léttasta skeiðinu mynduðu slagverkstríóið Slagbíta sem kom fram að minnsta kosti tvívegis, 1996 og 97. Þetta voru trommugoðsagnirnar Guðmundur Steingrímsson (Papa Jazz), Þorsteinn Eiríksson (Steini Krupa) og Skapti Ólafsson, sem komu annars vegar fram á slagverkstónleikum í tengslum við RÚREK-hátíðina 1996 og svo hins vegar á Jazzhátíð Egilsstaða 1997 – á…

Slagarasveitin (1986-)

Slagarasveitin er hljómsveit sem hefur verið starfrækt frá því um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Upphaflega starfaði hún á Hvammstanga en hefur á síðustu árum gert út frá höfuðborgarsvæðinu, sveitin hefur þó fjarri því starfað samfleytt og áður en meðlimir hennar fóru á fullt skrið aftur var hún í fimmtán ára pásu þar á undan.…

Skörungur [1] (1998)

Söngkvartett var starfandi innan Breiðfirðingafélagsins haustið 1998 og kom þá fram á skemmtun tengdri 60 ára afmæli félagsins, að öllum líkindum voru meðlimir hans í Breiðfirðingakórnum. Svo virðist sem þessi kvartett hafi verið skammlífur en frekari upplýsingar má senda Glatkistunni.

Sköp (1969)

Hljómsveitin Sköp mun hafa verið skammlíf sveit starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð á upphafsárum hans, árið 1969. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Ómar Skúlason bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Jakob Frímann Magnússon orgelleikari, tveir hinir síðustu urðu síðar auðvitað þekktir Stuðmenn. Söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.) gekk til liðs við Sköp en sveitin…

Sköllótt mús (1987-90)

Hljómsveit með því undarlega nafni Sköllótt mús starfaði um skeið á síðari hluta níunda áratug síðustu aldar og lék aðallega ábreiðutónlist á pöbbum höfuðborgarsvæðisins en hún var skipuð nokkrum þekktum tónlistarmönnum – öllu þekktari sveit, Loðin rotta varð til upp úr Sköllóttu músinni. Upphaf Sköllóttrar músar má líklega rekja til ársins 1987 fremur en 1988…

Afmælisbörn 23. febrúar 2022

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni: Baldvin Kristinn Baldvinsson baritónsöngvari og bóndi er sjötíu og tveggja ára í dag. Hann er annar Rangárbræðra (frá Rangá í Köldukinn) en þeir gáfu út plötu árið 1986, en einnig hefur Baldvin sungið einsöng með karlakórnum Hreimi á plötum sem kórinn hefur gefið út. Eftir Baldvin (sem er…