Sköp (1969)

Hljómsveitin Sköp mun hafa verið skammlíf sveit starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð á upphafsárum hans, árið 1969.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Ómar Skúlason bassaleikari, Þórður Árnason gítarleikari og Jakob Frímann Magnússon orgelleikari, tveir hinir síðustu urðu síðar auðvitað þekktir Stuðmenn. Söngkonan Lísa Pálsdóttir (Kamarorghestar o.fl.) gekk til liðs við Sköp en sveitin kom líklega aldrei fram opinberlega.