Skörungur [1] (1998)

Söngkvartett var starfandi innan Breiðfirðingafélagsins haustið 1998 og kom þá fram á skemmtun tengdri 60 ára afmæli félagsins, að öllum líkindum voru meðlimir hans í Breiðfirðingakórnum.

Svo virðist sem þessi kvartett hafi verið skammlífur en frekari upplýsingar má senda Glatkistunni.