Motherfuckers in the house (1997-98)

Rappsveitin Motherfuckers in the house (MITH) starfaði innan Menntaskólans við Hamrahlíð árin 1997 og 1998. Ekki liggja fyrir upplýsingar um alla meðlimi sveitarinnar en meðal þeirra voru Árni Vilhjálmsson [?], Birgir Ísleifur Gunnarsson [?] og Benedikt Hermann Hermannsson  trommuleikari, sem allir eru þekktir tónlistarmenn í dag. Upplýsingar óskast um aðra meðlimi MITH, auk annarra upplýsinga…

Mikey (1997)

Hljómsveit að nafni Mikey var starfandi árið 1997, að öllum líkindum innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sveitin lék á tónleikum í Norðurkjallara skólans í febrúar það ár og komu því út á plötunni Tún (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara), sem hafði að geyma upptökur frá þeim tónleikum. Á þeirri plötu voru, samkvæmt heimild meðlimir Mikey sagðir vera…

Versa (1997)

Hljómsveitin Versa var að öllum líkindum skammlíft verkefni menntaskólanema, sett saman til þess eins að koma fram á tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðlimir Versu voru Bergþóra Magnúsdóttir, Hanna Loftsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir. Tónleikarnir voru haldnir í febrúar 1997 og gefnir út á geislaplötu nokkru síðar, framlag Versu fékk ágæta dóma í umfjöllun…

Blússveit Hamrahlíðar (um 1970)

Blússveit Hamrahlíðar mun hafa verið starfandi innan Menntaskólans við Hamrahlíð um eða upp úr 1970, meðlimir sveitarinnar voru þeir Árni Blandon gítarleikari, Valgeir Guðjónsson bassaleikari, Aðalsteinn Eiríksson trommuleikari, Stefán Eiríksson söngvari og Þórður Árnason gítarleikari. Þessi sveit var líklega fremur skammlíf.

Self realization in the experience of sensual love (1997)

Aðalsteinn Guðmundsson raftónlistarmaður, sem skapað hefur tónlist undir ýmsum aukasjálfum í gegnum tíðina s.s. Plastik, Yagya, Sanasol o.fl., kallaði sig Self realization in the experience of sensual love og átti efni á safnplötunni Tún en hún kom út vorið 1997, hún hafði að geyma tónleikaupptökur úr Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð en Aðalsteinn var þá nemandi…

Ringulreið [2] (1983)

Hljómsveit með þessu nafni ku hafa verið starfrækt við Menntaskólann við Hamrahlíð árið 1983. Um líkt leyti var leiksmiðja starfandi í skólanum undir sama nafni og gæti hafa valdið ruglingi en ekkert bendir þó til annars en að sveitin hafi verið starfandi.