Gulla Vala & tillarnir (1997)

Gulla Vala & tillarnir var tónlistarhópur eða hljómsveit sem kom fram með tónlistaratriði á tónleikum í Norðurkjallara Mennaskólans við Hamrahlíð snemma árs 1997, þeir tónleikar voru síðan hljóðritaðir og gefnir út á plötunni Tún um vorið.

Meðlimir Gullu Völu & tillanna voru þau Gunnlaug Þorvaldsdóttir söngkona, Kári Esra Einarsson gítarleikari, Valgerður Einarsdóttir saxófónleikari, Viðar Örn Sævarsson bassaleikari og Magnús Árnason trommuleikari.

Sveitin starfaði ekki áfram enda að öllum líkindum sett sérstaklega saman fyrir þessa einu uppákomu.