Guðrún Á. Símonar (1924-88)

Söngkonan Guðrún Á. Símonar var ein af skærustu söngkonum sinnar samtíðar og var dáð og dýrkuð af þjóðinni. Hún var í raun jafnvíg á dægurlaga- og óperusöng (telst klárlega vera fyrsta óperusöngkonan sem starfaði á Íslandi) og gaf út fjölda platna. Guðrún var stór karakter, hreinskiptin og tilfinningarík, ann köttum og var mikill dýravinur, það…

Guðrún Á. Símonar – Efni á plötum

Guðrún Á. Símonar – Svörtu augun / Af rauðum vörum (Ich spür in mir) [78 sn.] Útgefandi: Íslenzkir tónar Útgáfunúmer: IM 15 Ár: 1952 1. Svörtu augun 2. Af rauðum vörum (Ich spür in mir) Flytjendur: Guðrún Á. Símonar – söngur Hljómsveit Bjarna Böðvarssonar: – Bjarni Böðvarsson – [?] – J. Felzmann – fiðla –…

Guðrún Jacobsen (1930-2022)

Guðrún Jacobsen rithöfundur (fædd 1930) var fleira til lista lagt en ritstörf, hún var drátthög, málaði og hélt málverkasýningu en var einnig músíkölsk, söng og samdi tónlist. Sem barn hafði Guðrún sungið með barnakórnum Sólskinsdeildinni og á árunum eftir stríð söng hún með Hljómsveit Karls Jónatanssonar í Mjólkurstöðinni, og e.t.v. fleiri sveitum. Þá kom hún…

Guðrún Böðvarsdóttir (1902-36)

Guðrúnu Böðvarsdóttur var margt til lista lagt og afrekaði heilmikið þótt hún lægi sjúk af berklum lungann úr ævinni, eftir hana liggur m.a. þekktur sálmur. Guðrún var fædd á Rafnseyri (Hrafnseyri) við Arnarfjörð 1902 en fluttist til Reykjavíkur ásamt móður sinni þegar foreldrar hennar skildu. Bræður hennar tveir voru Ágúst og Bjarni sem báðir eru…

Guðni S. Guðnason – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S. Guðnasyni og félögum hans [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 251 Ár: 1963 1. Sólbjartar nætur 2. Nú í kvöld 3. Piparsveinapolki 4. Suðurnesjavalsinn 5. Reykjavíkurþræll Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Guðni S. Guðnason og félagar: – Guðni S. Guðnason – harmonikka – Árni ÍSleifsson – píanó –…

Guðni S. Guðnason (1926-93)

Harmonikkuleikarinn Guðni S. Guðnason lék með fjölmörgum hljómsveitum á blómaskeiði danshljómsveita á fimmta og sjötta áratugnum, hann varð síðar kunnur hljóðfæraviðgerðamaður. Guðni Sigþór Guðnason var fæddur á Eskifirði árið 1926 og fluttist þaðan til Reykjavíkur á stríðsárunum, 1943. Þá þegar var hann kominn með nokkra reynslu í dansleikjaspilamennsku en hann hafði þá leikið á harmonikku…

Guðmundur Jónsson [1] – Efni á plötum

Guðmundur Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur / Fálkinn Útgáfunúmer: HSH HMV JO 97 Ár: 1949 1. Heimir 2. Mamma Flytjendur: Guðmundur Jónsson – söngur Fritz Weizzhappel – píanó     Guðmundur Jónsson [78 sn.] Útgefandi: Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helgadóttur / Fálkinn Útgáfunúmer: HSH HMV JO 99 Ár: 1949 1. Bikarinn 2. Rósin Flytjendur: Guðmundur…

Guðmundur Jónsson [1] (1920-2007)

Stórsöngvarinn Guðmundur Jónsson er íslensku þjóðinni minnisstæður af ýmsum ástæðum, auðvitað fyrst og fremst fyrir söng sinn en hann er einn ástsælasti óperusöngvari þjóðarinnar fyrr og síðar, sem sendi frá sér fjölda platna og söng á hundruðum tónleika og óperum hér heima í stað þess að freista gæfunnar úti í hinum harða söngheimi, þá var…

Gullfoss [1] (1998 / 2001)

Gullfoss mun hafa verið gleðisveit mönnuð þekktum tónlistarmönnum sem starfaði í stuttan tíma – tvisvar af því er virðist. Annars vegar var það sumarið 1998 en þá voru meðlimir sveitarinnar Sigurður Gröndal gítarleikari, Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari, Ólafur Hólm trymbill, Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari og Ingi S. Skúlason bassaleikari en auk þess mun saxófónleikari hafa verið…

Gullfiskar (1988-89)

Hljómsveitin Gullfiskar starfaði í fáeina mánuði veturinn 1988-89 en hún var sett saman til að kynna sólóplötu Herdísar Hallvarðsdóttur (Grýlurnar, Islandica o.fl.) sem bar einmitt titilinn Gullfiskar og kom út um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra sem unnu að plötu Herdísar en þeir voru auk hennar sjálfrar sem söng og lék á bassa,…

Gulleyjan (1989-91)

Hljómsveitin Gulleyjan (einnig nefnd Ívar og gulleyjan) starfaði í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) og sendi frá sér tvö lög á safnplötum. Meðlimir Gulleyjunnar voru þeir Ívar Sigurbergsson söngvari og gítarleikari, Jón Borgar Loftsson trommuleikari, Jóhann Ó. Ingvarsson hljómborðsleikari og Högni Hilmisson bassaleikari, þannig var sveitin skipuð á safnplötunni Hitt og þetta aðallega…

Gullið í ruslinu (1998-2000)

Dúettinn Gullið í ruslinu kom fram á sjónarsviðið haustið 1998 og kom fram á pöbbum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti fram eftir árinu 2000. Dúettinn skipuðu þeir Björn Hildir Reynisson og Júlíus Hans Þórðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan.

Atli Ólafsson – Efni á plötum

Guðmundur Þorsteinsson og hljómsveit Elo Magnussen [78 sn] Útgefandi: Hljóðfærahús Reykjavíkur Útgáfunúmer: Polyphone XS 50558 Ár: 1936 1. Nú veit ég 2. Top hat Flytjendur: Guðmundur Þorsteinsson (Atli Ólafsson) – söngur Hljómsveit Elo Magnussen: – Elo Magnussen – fiðla [?] – engar upplýsingar um aðra flytjendur   Guðmundur Þorsteinssonu og hljómsveit Elo Magnussen [78 sn.]…

Atli Ólafsson (1913-85)

Atli Ólafsson telst að öllum líkindum vera fyrsti dægurlagasöngvari Íslands, alltént var hann fyrstur til að syngja inn á plötu en það gerði hann undir dulnefninu Guðmundur Þorsteinsson. Atli Ólafsson var fæddur 1913 í Kaupmannahöfn en fluttist tveggja ára gamall til Íslands, hann var sonur Ólafs Friðrikssonar ritstjóra, verkalýðsforkólfs og kunns jafnaðarmanns og Önnu Friðriksson…

Afmælisbörn 10. júní 2020

Fjögur afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni á þessum degi: Hugi Guðmundsson tónskáld er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag, hann nam tónsmíðar hér heima, auk mastersgráða í Danmörku og Hollandi og hefur unnið til ýmissa verðlauna og viðurkenninga fyrir verk sín, m.a. á Íslensku tónlistarverðlaununum í flokki sígildrar og samtímatónlistar. Hugi hefur starfað…