Gullfoss [1] (1998 / 2001)

Gullfoss mun hafa verið gleðisveit mönnuð þekktum tónlistarmönnum sem starfaði í stuttan tíma – tvisvar af því er virðist.

Annars vegar var það sumarið 1998 en þá voru meðlimir sveitarinnar Sigurður Gröndal gítarleikari, Björn Jörundur Friðbjörnsson söngvari, Ólafur Hólm trymbill, Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleikari og Ingi S. Skúlason bassaleikari en auk þess mun saxófónleikari hafa verið í henni sem ekki liggja fyrir upplýsingar um. Hins vegar það í árslok 2001 sem sveitin skaut aftur upp kollinum en þá hafði hún um tíma gengið undir nafninu Sköndlarnir sem þótt vart viðeigandi. Að þessu sinni skipuðu sveitina áðurnefndir Sigurður Gröndal og Ingólfur Guðjónsson en í hinna stað voru komnir Siggeir Pétursson bassaleikari, Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari [?] og trommuleikari sem kallaður var „Besti“, ekki er ljóst hver sá síðast taldi er. Sveitin var einnig skammlíf árið 2001 og síðan hefur hún líklega ekki verið sett saman aftur.