Afmælisbörn 31. maí 2020

Fimm tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu hjá Glatkistunni í dag: Kjartan Valdemarsson píanó- og hljómborðsleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Kjartan er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur leikið á fjölda poppplatna allt frá árinu 1984 þegar fyrst heyrðist til hans á safnplötum, hann hefur verið í mörgum þekktum hljómsveitum eins og Todmobile en…

Afmælisbörn 30. maí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fimm talsins að þessu sinni: Jónas Ingimundarson píanóleikari er sjötíu og sex ára í dag. Hann nam píanóleik, fyrst hér heima en síðan í Austurríki, og hefur starfað sem píanóleikari, kórstjórnandi og píanókennari síðan. Píanóleik hans má heyra á fjölmörgum plötum, þar af nokkrum sólóplötum. Jónas hefur ennfremur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir…

Afmælisbörn 29. maí 2020

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson söngvari er þrjátíu og eins árs gamall í dag. Eyþór er auðvitað þekktastur fyrir framlag sitt til Eurovision söngkeppninnar en eins og alþjóð veit söng hann íslenska framlagið, Ég á líf, vorið 2013. Áður hafði hann vakið athygli í hæfileikakeppninni Bandinu hans…

Afmælisbörn 28. maí 2020

Fjögur afmælisbörn er að finna í gagnagrunni Glatkistunnar í dag: Helgi Pétursson jafnan kenndur við Ríó tríó er sjötíu og eins árs gamall í dag. Hann hefur sungið og leikið á kontrabassa með Ríó tríói allt síðan 1965 en hefur einnig fengist við annars konar tónlistartengd verkefni s.s. með Grasösnum sem og á plötum annarra…

Guðmundur Gauti (1928-77)

Guðmundur Óli Þorláksson, oft nefndur Guðmundur Gauti er líklega einn þekktasti Siglfirðingurinn í íslenskri tónlistarsögu þótt ekki væri hann reyndar innfæddur Siglfirðingur, það var hann sem söng upphaflega lagið Sem lindin tær sem naut mikilla vinsælda hér fyrrum og hefur síðan verið endurgert í nokkur skipti. Guðmundur var einnig þekktur hljómsveitamaður með Gautum og einsöngvari…

Guðmundur Guðjónsson – Efni á plötum

Guðmundur Guðjónsson – Guðmundur Guðjónsson syngur lög eftir Sigfús Halldórsson við undirleik höfundar Útgefandi: Hljómplötuútgáfan / Skífan  Útgáfunúmer: JUD 005 / SCD 160 Ár: 1976 / 1995 1. Vorljóð 2. Í grænum mó 3. Vögguljóð 4. Þau eiga draum 5. Afadrengur 6. Geturðu sofið um sumarnætur 7. Til Hönnu 8. Í gróandanum 9. Gras 10.…

Guðmundur Guðjónsson (1922-2016)

Guðmundur Guðjónsson óperusöngvari telst vera einn frumkvöðla í íslenskri óperutónlist en einnig komu út plötur með honum í samstarfi við Sigfús Halldórsson tónskáld. Guðmundur fæddist árið 1922 í Reykjavík og bjó þar reyndar alla ævi, hann var húsgagnasmiður að mennt og reyndar benti lítið til annars en að það yrði ævistarfsvettvangur hans og hann rak…

Guðmundur Gauti – Efni á plötum

Guðmundur Gauti – Guðmundur Gauti Útgefandi: Tónútgáfan Útgáfunúmer: T12 Ár: 1975 1. Kalli 2. Ég man þann dag 3. Þér er falt þetta allt 4. Eitt sem alltaf lifir 5. Flóttinn 6. Vonleysi 7. Meðan þú bíður 8. Síðasti valsinn 9. Grænn ertu dagur 10. Það væri dásamlegt 11. Ó Mary 12. Vorþrá Flytjendur: Guðmundur…

Guðmundur Árnason – Efni á plötum

Guðmundur Árnason – Það vex eitt blóm [ep] Útgefandi: Guðmundur Árnason Útgáfunúmer: GÁ-001 Ár: 1980 1. Það vex eitt blóm fyrir vestan 2. Elsa Flytjendur: Guðmundur Árnason – gítar Guðmundur Benediktsson – söngur, hljómborð, píanó og gítar Árni Áskelsson – trommur Helgi Kristjánsson – bassi og gítar Kristinn Svavarsson – saxófónn Karmel Russell – selló…

Guðmundur Árnason (1953-)

Guðmundur Árnason lét nokkuð til sín taka í íslensku tónlistarlífi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar og sendi þá m.a. frá sér smáskífu og breiðskífu, hann hefur hins vegar lítið verið áberandi síðan í tónlistinni. Guðmundur Árnason er fæddur 1953 í Reykjavík, hann hafði eitthvað verið viðloðandi tónlist á menntaskólaárum sínum og þegar hann…

Guðmundur H. Norðdahl (1928-2018)

Guðmundur H. Norðdahl getur varla talist með þekktustu tónlistarmönnum landsins en nafn hans er þó þekktara í sumum bæjarfélögum en öðrum, má reyndar segja að honum (ásamt Guðmundi Ingólfssyni) megi þakka að mestu því að gjarnan er talað um Keflavík sem bítlabæ því starf hans í bænum stuðlaði að þeim tónlistaráhuga í bland við nálægð…

Guðmundur R. Einarsson (1925-2014)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur R. Einarsson á sér merkilega sögu í íslenskri tónlist, ekki aðeins var hann af fyrstu kynslóð trommuleikara hér á landi heldur var hann einnig básúnuleikari í fremstu röð og lék því jöfnum djass og klassík á ferli sínum. Guðmundur Rósinkranz Einarsson fæddist í Reykjavík 1925, hann var yngri bróðir Björns R. Einarssonar sem…

Guðmundur Haukur Jónsson – Efni á plötum

Guðmundur Haukur [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan [óútgefið] Útgáfunúmer: T 122, [óútgefið] Ár: [óútgefið] 1. Einn ég syng í regni 2. Lífið er leikur Flytjendur: Guðmundur Haukur Jónsson – söngur erlendir hljóðfæraleikarar – allur hljóðfæraleikur Guðmundur Haukur [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 118 Ár: 1971 1. Mynd 2. Allt er horfið með þér 3. Nú kem ég…

Guðmundur Haukur Jónsson (1949-)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Haukur Jónsson var í nokkrum þekktum hljómsveitum á áttunda áratug síðustu aldar en hann var þá áberandi í hlutverki söngvara, síðar varð hann þekktari fyrir spilamennsku á Skálafelli á Hótel Esju. Hann hefur einnig sent frá sér sólóplötur. Guðmundur Haukur er Reykvíkingur, fæddur 1949 og gerðist orgelleikari sextán ára í hljómsveit Arnþórs Jónssonar…

Guðmundur Ingólfsson [1] (1939-)

Nafn Guðmundar Ingólfssonar í Keflavík hefur ekki farið hátt hin síðari ár í hinu tónlistarlegu samhengi en sé málið skoðað í víðu samhengi mætti segja að hann hafi breytt ýmsu í íslenskri tónlistarsögu þótt með óbeinum hætti sé. Guðmundur fæddist 1939 að öllum líkindum í Vestmannaeyjum þar sem hann mun hafa búið framan af ævi…

Guðmundur Guðmundarson (1920-2009)

Guðmundur Guðmundarson var líklega þekktari fyrir skrif sín í Morgunblaðinu en flest annað sem hann tók sér fyrir hendur en hann var um árabil heildsali, rak um tíma sælgætisgerðina Lindu og Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur en það sem snýr að tónlistinni var fyrst og fremst textagerð. Guðmundur fæddist á Eyrarbakka árið 1920 og ólst þar upp…

Guðni Már Henningsson – Efni á plötum

Guðni Már Henningsson og Birgir Henningsson – Líf Útgefandi: Styrktarfélag Samhjálpar Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2009 1. Komdu fagnandi 2. Ljósið 3. Leiddu mig 4. Í landi fegurðar 5. Hallelúja minn Guð 6. Kveðja 7. Ísafold 8. Ég á þig 9. Guð minn 10. Gegnumstungnar hendur 11. Ég lofa þér mínu lífið 12. Hér er…

Guðni Már Henningsson (1952-2021)

Flestir þekkja nafn útvarpsmannsins góðkunna Guðna Más Henningssonar en hann kom mun víðar við en í útvarpinu á ferli sínum. Hann gaf t.a.m. út nokkrar ljóðabækur og hélt fjölda málverkasýninga en hann átti einnig tónlistarferil að baki. Guðni (f. 1952) hóf störf hjá Ríkisútvarpinu árið 1992 og var fastráðinn þar frá 1994, hann annaðist vinsæla…

Guðni Agnar Hermansen (1928-89)

Myndlistamaðurinn Guðni A. Hermansen var þekktur fyrir list sína sem að mestu leyti var innblásin af lífinu og landslaginu í Vestmannaeyjum og hann vildi nánast hvergi annars staðar vera, en hann var einnig kunnur tónlistarmaður hér fyrrum og tók þátt í blómlegu djasstónlistarlífi í Eyjum um og eftir miðbik síðustu aldar. Guðni Agnar Hermansen var…

Óli Ágústsson – Efni á plötum

Fjölskyldan fimm – Heyr þú minn söng Útgefandi: Samhjálp Útgáfunúmer: SAM 004 Ár: 1984 1. Heyr þú minn söng 2. Ég á himneskan frið 3. Nú er veturinn liðinn 4. Lát þú hönd þína í hans 5. Minn frið gef ég yður 6. Faðir vor 7. Ég er svo kátur 8. Guð er kærleikur 9.…

Afmælisbörn 27. maí 2020

Tvö afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni: Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar…

Afmælisbörn 26. maí 2020

Fjögur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Villi Valli (Vilberg Vilbergsson) hárskeri og tónlistarmaður á Ísafirði á stórafmæli en hann er níræður á þessum ágæta degi. Villi Valli, sem upphaflega kemur reyndar frá Flateyri, var mikill djassvakningarmaður á Vestfjörðum og starfrækti margar sveitir sem sérhæfðu sig í þeirri tegund tónlistar, meðal sveita sem hann…

Afmælisbörn 25. maí 2020

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar á þessum degi: Kristjana Stefánsdóttir söngkona frá Selfossi er fimmtíu og tveggja ára gömul á þessum degi. Kristjana sem nam söng hér heima og síðar í Hollandi, hefur gefið út nokkrar plötur með djasssöng sínum, ýmis ein eða í félagi við aðra, en hún söng á árum áður með…

Afmælisbörn 24. maí 2020

Afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins í dag hjá Glatkistunni: Kristján Jóhannsson tenórsöngvari á sjötíu og tveggja ára afmæli á þessum degi. Kristján hóf sinn söngferil fyrir norðan, nam söng fyrst á Akureyri en síðan í Reykjavík og á Ítalíu, þar sem hann starfaði um árabil en er nú fyrir nokkru fluttur heim til Íslands. Um…

Afmælisbörn 23. maí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag: Tómas Magnús Tómasson (Tommi Tomm) bassaleikarinn góðkunni hefði orðið sextíu og sex ára gamall í dag en hann lést 2018. Tommi er auðvitað þekktastur fyrir Stuðmannaframlag sitt en hann plokkaði bassann í mun fleiri sveitum, s.s. Amor, Arfa, Þursaflokknum, Fónum, Gæðablóðum, Change, Mods, Bítladrengjunum blíðu, Rifsberju, Snillingunum og…

Afmælisbörn 22. maí 2020

Afmælisbörn dagsins á Glatkistunni eru fimm talsins að þessu sinni: Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona er sextíu og eins árs gömul í dag. Þótt hún hafi lengstum verið þekktust sem bakraddasöngkona hefur hún sungið með fleiri hljómsveitum en marga grunar, þar má nefna Brunaliðið, Smelli, Chaplin, Módel, Snörurnar og svo í þríeykinu Ernu, Evu, Ernu. Einnig…

Afmælisbörn 21. maí 2020

Fimm afmælisbörn koma við sögu í dag í gagnagrunni Glatkistunnar: Íris Kristinsdóttir söngkona er fjörtíu og fimm ára gömul á þessum degi. Íris vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Írafári sumarið 1998 en sló síðan í gegn ári síðar sem gestasöngvari með Sálinni hans Jóns míns á frægum órafmögnuðum tónleikum sem gefnir voru út. Síðar söng…

Guðlaugur Falk (1959-2017)

Gítarleikarinn Guðlaugur Falk (Gulli Falk) var nokkuð áberandi í íslensku rokki um tíma, vakti athygli með nokkrum hljómsveitum sínum og sendi frá sér sólóefni. Hann lést langt fyrir aldur fram eftir erfið veikindi. Guðlaugur Auðunn Falk fæddist í Bandaríkjunum haustið 1959, hann átti íslenska móður en bandarískan föður. Fljótlega fluttist fjölskyldan til Ítalíu og var…

Guðlaugur Falk – Efni á plötum

Guðlaugur Falk – Going to Paris Útgefandi: Weird Records Útgáfunúmer: WR001 Ár: 1998 1. Still waiting 2. I’ll be there 3. Pollution 4. Changes 5. Points of view 6. Going to Paris 7. Life 8. The dreamer 9. Seasons 10. My way 11. One sunny day 12. Ef ég væri geimvera Flytjendur: Steinarr Nesheim –…

Guðjón Matthíasson – Efni á plötum

Sverrir Guðjónsson – 13 ára ásamt Guðna S. Guðnasyni og félögum hans [ep] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: GEOK 251 Ár: 1963 1. Sólbjartar nætur 2. Nú í kvöld 3. Piparsveinapolki 4. Suðurnesjavalsinn 5. Reykjavíkurþræll Flytjendur: Sverrir Guðjónsson – söngur Guðni S. Guðnason og félagar: – Guðni S. Guðnason – harmonikka – [engar upplýsingar um aðra flytjendur]…

Guðjón Weihe (1945-2022)

Nafn Guðjóns Weihe (f. 1945) er vel þekkt í Vestmannaeyjum og margir utan Eyjanna þekkja hann ágætlega fyrir framlag sitt til þjóðhátíðarlaganna en hann hefur samið allmarga texta við þau. Guðjón Weihe var kominn á fertugs aldur þegar hann kom út úr skápnum, eins og hann hefur orðað það sjálfur, sem texta- og ljóðahöfundur. Hann…

Guðjón Matthíasson (1919-2003)

Tónlistarmaðurinn Guðjón Matthíasson er stærra nafn í íslenskri tónlistarsögu en margir gera sér grein fyrir, á þriðja hundrað laga hans hafa komið út á plötum auk fjölmargra texta en auk þess er hann sá harmonikkuleikari hérlendis sem sent hefur frá sér flestar plötur, ýmist sem sólóhljóðfæraleikari og með hljómsveitum sínum. Guðjón Matthíasson fæddist á Einarslóni…

Guðjón Ingason (1977-)

Óskað er eftir upplýsingum um raftónlistarmanninn Guðjón Ingason (fæddur 1977), ekki er ólíklegt að hann hafi einnig kallað sig Fester. Árið 1996 sendi hann frá sér kassettuna Ambience í takmörkuðu upplagi, handskrifað textablað fylgdi útgáfunni en annað liggur ekki fyrir um þennan tónlistarmann. Efni á plötum

Guðjón Guðmundsson [3] – Efni á plötum

Guðjón G. Guðmundsson – Gaui Útgefandi: Skífan Útgáfunúmer: SLP 031 / SCD 031 / SMC 031 Ár: 1987 1. Á bak við fjöllin háu 2. Málverk af stúlku 3. Demantsbrúðan 4. Gatan auða 5. Sloppar 6. Argentína 7. Gamla Kína 8. Erfið nótt 9. Pípari kondu 10. Við vitum að allir ljúga (tileinkað hinni alþjóðlegu…

Guðjón Guðmundsson [3] (1963-)

Tónlistarmaðurinn Guðjón Guðmundsson var töluvert áberandi um miðbik níunda áratug síðustu aldar en hann sendi þá frá sér sólóplötu. Guðjón Gísli Guðmundsson fæddist í Reykjavík 1963 og er yngri bróðir Magnúsar Guðmundssonar söngvara Þeys sem hafði verið áberandi í nýbylgjunsenunni upp úr 1980. Guðjón var á menntaskólaárum sínum farinn að koma fram einn með gítar…

Guðlaugur Laufdal (1960-)

Sjónvarpstrúboðinn Guðlaugur Laufdal var nokkuð þekktur í kringum síðustu aldamót fyrir tónlistarflutning sinn í predikunum á sjónvarpsstöðinni Omega. Guðlaugur Aðalsteinsson Laufdal (fæddur 1960) kemur upphaflega frá Húsavík og mun hafa starfað þar með hljómsveitum sem upplýsingar liggja reyndar ekki fyrir um. Þar í bæ rak hann reyndar skemmtistaðinn Laufið um tíma en flutti suður og…

Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Efni á plötum

Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Alone with guitar Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar] Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Misc. Music Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2002 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: [engar upplýsingar] Guðlaugur Kristinn Óttarsson – Dense time Útgefandi: Guðlaugur Kristinn Óttarsson Útgáfunúmer: PN2005…

Guðlaugur Kristinn Óttarsson (1954-)

Tónlistar- og vísindamaðurinn Guðlaugur Kristinn Óttarsson er líkast til þekktastur fyrir framlag sitt með hljómsveitunum Þey og Kukli en hann hefur jafnframt sent frá sér sólóefni og starfað með fjölda annarra tónlistarmanna. Guðlaugur er fæddur í Reykjavík 1954 og er af gullsmiðaættum, í gullsmiðju afa síns komst hann í raun í fyrsta sinn í kynni…

Guðmundur Benediktsson (1951-)

Tónlistarmaðurinn Guðmundur Benediktsson hefur poppað upp í gegnum tíðina í margs konar mismunandi hlutverkum í íslensku tónlistarlífi, fyrst og fremst sem meðlimur fjölmargra þekktra hljómsveita en einnig sem fjölmiðlamaður. Guðmundur Franklín Benediktsson (f. 1951) kemur upphaflega frá Selfossi og þar í bæ steig hann sín fyrstu spor kornungur í tónlistarbransanum, fyrst sem gítarleikari Bimbó-tríósins sem…

Guðlaugur A. Magnússon (1902-52)

Guðlaugur A. Magnússon gullsmiður og tónlistarmaður var í framlínunni í íslensku tónlistarlífi á fyrri hluta síðustu aldar en hann lék þá með ýmsum hljómsveitum og var jafnframt öflugur í félagsstarfi tónlistarmanna sem þá var á upphafsárum sínum. Guðlaugur var föðurafi Guðlaugs Kristins Óttarssonar tónlistarmanns. Guðlaugur Asberg Magnússon fæddist á Fellsströnd haustið 1902 en fór á…

Guðmundur Emilsson (1951-)

Dr. Guðmundur Emilsson hefur komið víða við í íslenskri tónlist, fyrst og fremst í störfum sínum fyrir Ríkisútvarpið en einnig sem hljómsveitarstjóri og margt fleira. Guðmundur er fæddur 1951 í Reykjavík, sonur sr. Emils Björnssonar sem gegndi lengi störfum hjá Ríkisútvarpinu líkt og Guðmundur síðar. Hann lék með fáeinum hljómsveitum á unglingsárum sínum, var t.d.…

Afmælisbörn dagsins 20. maí 2020

Afmælisbarn dagsins er eftirfarandi: Pétur Jónasson gítarleikari er sextíu og eins árs gamall á þessum degi. Pétur nam gítarleik fyrst hér heima en fór til framhaldsnáms til Mexíkó, Spánar og víðar, hann hefur haldið fjölda einleikaratónleika víða um heim og í öllum heimsálfum. Ein sólóplata hefur komið út með gítarleik Péturs en hann hefur þó…

Afmælisbörn 19. maí 2020

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fjögur afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Afmælisbörn 18. maí 2020

Á þessum degi eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Fyrst skal telja söngvarann Sævar Sverrisson en hann er sextíu og þriggja ára gamall. Sævar hefur sungið með fjöldanum öllum af misþekktum hljómsveitum og  margir muna eftir honum í hljómsveitinni Spilafíflum í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Meðal annarra sveita sem hann hefur verið í má…

Afmælisbörn 17. maí 2020

Hvorki fleiri né færri en sjö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Sigurður Karlsson trommuleikari á stórafmæli dagsins en hann er sjötugur í dag. Hann þótti einn albesti trommuleikari poppgeirans á áttunda áratugnum og spilaði með hljómsveitum eins og Change, Blúskompaníinu, Kinks, Póker, Sjálfsmorðssveitinni, Svanfríði, Brunaliðinu, Eik og Friðryk svo fáeinar séu nefndar.…

Afmælisbörn 16. maí 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jónas Sigurðsson skal fyrstan telja en hann er fjörutíu og sex ára gamall í dag. Jónas hafði spilað á trommur með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum og má þar nefna bönd eins Sólstrandagæjana, Trassana, Ýmsa flytjendur og Blöndustrokkana. Sólóferill Jónasar hófst 2006 þegar fyrsta…

Afmælisbörn 15. maí 2020

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Rúnar Erlingsson bassaleikari frá Raufarhöfn er sextíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Rúnars verður alltaf minnst sem eins af Utangarðsmönnum sem slógu í gegn sumarið 1980 en hann lék einnig með tengdum sveitum í kjölfarið, s.s. Bodies, Mögulegt óverdós, Puppets, Jasmini og Egó. Rúnar…

Afmælisbörn 14. maí 2020

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Ámundi Ámundason (Ámi) einn þekktasti umboðsmaður og plötuútgefandi áttunda áratugarins er sjötíu og fimm ára gamall í dag. Ámundi annaðist umboðsmennsku fyrir hljómsveitir eins og Hljóma, auk þess að gefa út plötur undir merkjum ÁÁ-records. Hann markar þannig upphaf útgáfusögu Stuðmanna og Jóhanns G. Jóhannssonar en alls komu…

Græni bíllinn hans Garðars (1987-93 / 2001-)

Hljómsveitin Græni bíllinn hans Garðars er líkast til þekktasta hljómsveit Bíldudals ásamt Facon en sveitin var öflug í ballspilamennsku á Vestfjörðum á árunum í kringum 1990. Kjarna sveitarinnar skipuðu nokkrir félagar á Bíldudal sem höfðu spilað nokkuð saman, og sumarið 1987 var sett saman sveit til að spila á böllum. Þetta voru þeir Þórarinn Hannesson…