Afmælisbörn 30. apríl 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Sigfús Ólafsson tónlistarmaður og -kennari er sjötíu og sex ára gamall í dag. Sigfús gaf út fyrir nokkrum árum plötuna Ég elska þig enn en á henni er að finna frumsamin lög eftir hann, sjálfur lék Sigfús með fjölmörgum hljómsveitum hér áður fyrr og má þar nefna…

Grettir Björnsson (1931-2005)

Grettir Björnsson telst meðal fremstu harmonikkuleikara hérlendis á síðustu öld en hann sendi frá sér nokkrar plötur á ferli sínum og kom jafnframt við sögu á plötum fjölmargra annarra. Grettir fæddist að Bjargi í Miðfirði í Húnaþingi vestra árið 1931 en fluttist ungur með móður sinni og systkinum suður til Hafnarfjarðar og ólst að mestu…

Grettir Björnsson – Efni á plötum

Grettir Björnsson – Grettir Björnsson leikur gömlu dansana [ep] Útgefandi: SG-hljómplötur Útgáfunúmer: SG – 515 Ár: 1966 1. Á ferð og flugi 2. Eftir töðugjöldin 3. Yfir holt og hæðir 4. Vinaminni 5. Þorrablót 6. Austfjarðaþokan Flytjendur: Grettir Björnsson – harmonikka Árni Scheving – [?] Ragnar Páll Einarsson – [?] Guðmundur R. Einarsson – [?]…

Granfaloon (?)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveit starfandi á Dalvík eða Akureyri á síðasta áratug síðustu aldar. Fyrir liggur að Jón Björn Ríkarðsson var trymbill þessarar sveitar en annað vantar upplýsingar um.

Grand [1] (1988)

Hljómsveit að nafni Grand starfaði í fáeina mánuði fyrri hluta árs 1988 og lék nokkuð á öldurhúsum höfuðborgarsvæðisins. Meðlimir voru þeir Jón Ólafsson bassaleikari, Vignir Bergmann gítarleikari, Sveinn Guðjónsson hljómborðsleikari og Halldór Olgeirsson trommuleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra sá um sönginn en allir voru þeir gamalgrónir tónlistarmenn sem höfðu leikið með ýmsum þekktum sveitum…

Granada tres tríó (1986-89)

Granada tres tríó var sveit sem sérhæfði sig einkum í spænskri og suður-amerískri tónlist og lék gjarnan undir dinner. Meðlimir tríósins voru þeir Þórarinn Sigurbergsson gítarleikari, Már Elíson trommuleikari og Pétur Hjálmarsson bassaleikari og söngvari. Granada tres tríó var starfandi 1986 og 89 en ekki liggur fyrir hvort hún var starfrækt þess á milli.

Grillaður þriller & síldarsmellirnir (1993-94)

Tríóið Grillaður þriller & síldarsmellirnir virðist hafa verið eins konar grínhljómsveit en hún starfaði veturinn 1993-94 á höfuðborgarsvæðinu. Meðlimir tríósins voru þeir Kjartan Guðmundsson bassaleikari, Ölvir Gíslason söngvari og Ögmundur Viðar Rúnarsson gítarleikari.

Grétar Geirsson (1937-)

Grétar Geirsson eða Grétar í Áshól eins og hann er iðulega kallaður er þekktur harmonikkuleikari í Rangárþingi en hann lék jafnframt með fjölda hljómsveita hér fyrrum. Grétar er fæddur 1937 í Reykjavík og bjó á höfuðborgarsvæðinu allt þar til hann var um tuttugu og fimm ára gamall. Hann ólst ekkert sérstaklega upp við tónlist en…

Greatest love (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Greatest love en hún starfaði líklega einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar. Þröstur Jóhannsson gítarleikari (Url, Moonboots o.fl.) ku hafa verið meðal meðlima hennar en ekkert liggur fyrir um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan eða starfstíma.

Grástakkar (um 1964)

Hljómsveitin Grástakkar starfaði í Réttarholtsskóla líklega árið 1964 (jafnvel örlítið fyrr) en sveitin lék mestmegnis Shadows-lög eins og svo margar unglingasveitir á þeim tíma. Sveitin var undanfari hljómsveitarinnar Toxic, og var Rafn Haraldsson trommuleikari hennar en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra meðlimi Grástakka.

Grái fiðringurinn (1994-2009)

Það er svolítið erfitt að skrásetja sögu hljómsveitarinnar Gráa fiðringsins en hún gekk um tíma samtímis undir nafninu Hljómsveit Jakobs Ó. Jónssonar og Grái fiðringurinn, hér er miðað við  ártalið 1994 þegar sveitin tók upp nafnið Grái fiðringurinn. Jakob Ó. Jónsson hafði starfrækt sveitir í eigin nafni frá árinu 1970 og árið 1980 stofnaði hann…

Green onions (um 1980)

Upplýsingar óskast um hljómsveit sem starfaði um 1980 á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Green onions (Grinonions). Fyrir liggur að Ásgeir Bragason (síðar trymbill Purrks pillnikks) var bassaleikari þessarar sveitar en aðrar upplýsingar liggja ekki á lausu um hana.

Afmælisbörn 29. apríl 2020

Afmælisbörn dagsins eru eftirfarandi: Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari og tónskáld er sextíu og sex ára gamall í dag. Snorri nam píanóleik hér heima og í Bandaríkjunum en tónsmíðanámi í Noregi og Hollandi. Hann starfaði í Frakklandi og Bretlandi áður en hann kom aftur heim 1980. Snorri starfar í dag sem tónskáld, tónlistarkennari, stjórnandi og píanóleikari,…

Afmælisbörn 28. apríl 2020

Sex tónlistartengd afmæli koma við sögu Glatkistunnar að þessu sinni: Jón Ólafsson bassaleikari er sextíu og átta ára gamall en varla finnst sá hljóðfæraleikari sem hefur leikið með fleiri hljómsveitum á Íslandi. Glatkistan hefur á skrá á þriðja tug sveita sem hann hefur leikið með en hér er aðeins stiklað á stóru: Sonet, Start, Póker,…

Afmælisbörn 26. apríl 2020

Einhvers konar metdagur hlýtur að vera í dag en Glatkistan hefur upplýsingar um níu tónlistartengd afmælisbörn: Einar Vilberg (Hjartarson) á stórafmæli en hann er sjötugur í dag, hann starfaði lengstum einn, gaf út tvær sólóplötur en einnig aðra plötu í samstarfi við Jónas R. Jónsson. Einar var þó eitthvað í hljómsveitum eins og Bláum englum,…

Afmælisbörn 25. apríl 2020

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu dagins: Skagamaðurinn Ólafur Páll Gunnarsson dagskrárgerðarmaður á Rás 2 er fimmtíu og eins árs gamall í dag, hann hefur kynnt tónlist, íslenska sem erlenda, í útvarpsþáttum sínum á Ríkisútvarpinu, langlífastur þeirra er Rokkland en hann hefur verið á dagskrá í yfir tutttugu ár. Hann hefur annast sviðskynningu á Músíktilraunum…

Afmælisbörn 24. apríl 2020

Sex afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í þetta skiptið: Friðrik Karlsson gítarleikari og lagahöfundur á stórafmæli en hann er sextugur í dag, hann hefur í seinni tíð sérhæft sig í nýaldar- og jógatónlist en var á árum áðum í hljómsveitum eins og Ljósin í bænum, Módel, DBD, Gigabyte, Doddi og Eyrnastór, Heart 2 heart, N1+,…

Afmælisbörn 23. apríl 2020

Í gagnagrunni Glatkistunnar er hvorki fleiri né færri en átta afmælisbörn að finna í dag: Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði og tónlistarmaður er sextíu og tveggja ára gamall í dag. Hann er fyrst og fremst tónskáld þótt hann leiki á ýmis hljóðfæri, og hefur unnið með hljómsveitum og tónlistarmönnum á borð við Sigur rós, Ornamental, Grindverk,…

Greifarnir [2] (1986-)

Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík er eitt af stærstu nöfnunum í íslenskri poppsögu en líklega hafa fáar sveitir skotist jafn skyndilega upp á stjörnuhimininn og hún gerði sumarið 1986 eftir sigur í Músíktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin, sem varð eins konar samnefnari fyrir svokallað gleðipopp, sendi á skömmum tíma frá sér fjölda stórsmella og troðfyllti félagsheimili landsins á…

Greifarnir [2] – Efni á plötum

Greifarnir – Blátt blóð Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1515 Ár: 1986 1. Útihátíð 2. Ég vil fá hana strax (korter í þrjú) 3. Er þér sama? 4. Sólskinssöngurinn Flytjendur: Kristján Viðar Haraldsson – hljómborð og raddir Felix Bergsson – söngur og raddir Sveinbjörn Grétarsson – gítar, söngur og raddir Gunnar Hrafn Gunnarsson – trommur Jón…

Gott í skóinn (1991)

Jólalagadúettinn Gott í skóinn starfaði á aðventunni 1991 á Akureyri og skemmti með söng og hljóðfæraleik á veitingastaðnum Uppanum. Það voru bræðurnir Sigfús hljómborðsleikari og Ingjaldur gítarleikari Arnþórssynir sem skipuðu dúettinn en þeir sungu jafnframt báðir.

Gógó (1974-)

Söngkonan Gógó (Guðrún Óla Jónsdóttir) á tvískiptan söngferil að baki en hún var ung að árum nokkuð áberandi í söngleikjavakningunni sem átti sér stað um miðjan tíunda áratug síðustu aldar áður en hún hvarf úr sviðsljósinu en birtist aftur á öðrum áratug nýrrar aldar. Guðrún Óla er fædd 1974 og á skólaárum sínum í Fjölbrautaskólanum…

Góðu fréttirnar (1992-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Góðu fréttirnar lék frumsamda kristilega tónlist á tíunda áratug liðinnar aldar og kom reglulega fram á samkomum hjá KFUM og KFUK. Fyrst berast fréttir af Góðu fréttunum árið 1992 og síðan reglulega næstu árin. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi sveitarinnar utan þess að Guðmundur Karl Brynjarsson mun hafa verið einn…

Góðir hálsar [2] (2003)

Árið 2003 starfaði af því er virðist skammlíf hljómsveit innan kórs Grafarvogskirkju en um var að ræða sveit gítarleikara sem léku einhverju sinni við messuhald í kirkjunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu þessa sveit.

Góðir hálsar [1] – Efni á plötum

Góðir hálsar – Góðir hálsar: Barnakór Húsabakkaskóla Svarfaðardal Útgefandi: Góðir hálsar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2003 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Góðir hálsar – söngur undir stjórn Rósu Kristínar Baldursdóttur Helga Bryndís Magnúsdóttir – píanó [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Góðir hálsar [1] (1996-2005)

Barnakórinn Góðir hálsar starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót og vakti verðskuldaða athygli hvar sem hann kom fram, kórinn sendi frá sér eina plötu. Góðir hálsar var kór skipaður börnum á aldrinum tíu til sextán ára, nemendum við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en kórinn var stofnaður haustið 1996. Rósa Kristín Baldursdóttir var lengst af…

Góðir greyin (1973)

Þjóðlagatríóið Góðir greyin var starfrækt að öllum líkindum á austanverðu landinu en tríóið var meðal skemmtikrafta á Jónsmessuvöku Félags herstöðvaandstæðinga á Austurlandi, sem haldin var á Egilsstöðum sumarið 1973. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi tríósins, hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.

Góbí (um 1965-70)

Á Fáskrúðsfirði starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar, ballsveit sem gekk undir nafninu Góbí en nafn sveitarinnar mun hafa verið skammstöfun mynduð úr nöfnum stofnmeðlima hennar. Guðmundur Ágústsson trommuleikari, Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Bjarni Kjartansson gítarleikari og Ingólfur Arnarson gítarleikari gætu verið þeir fjórir sem mynduðu skammstöfunina í Góbí en einnig…

Grafarnes hljómsveitin (1961)

Í kauptúninu Grafarnesi (síðar Grundarfirði) á Snæfellsnesi starfaði árið 1961 hljómsveit sem iðulega gekk undir nafninu Grafarnes hljómsveitin, líkast til hefur hún verið nafnlaus en kennd við þorpið. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana og þá um leið hljóðfæraskipan, einnig um starfstíma hennar og hvort hún hafi e.t.v. borið annað…

Greifarnir [1] (um 1982)

Á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar starfaði dúett á Kirkjubæjarklaustri undir nafninu Greifarnir. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Björn Þórðarson og Hjörtur Freyr Vigfússon en þeir voru þá líklega á aldrinum tólf til fjórtán ára gamlir og munu hafa komið lítillega opinberlega fram, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan Greifanna.

Afmælisbörn 22. apríl 2020

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…

Afmælisbörn 21. apríl 2020

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Annað þeirra er dans- og raftónlistarmaðurinn Stephan Stephensen, sem einnig gegnir nafninu President Bongo og hefur gefið út plötu undir því nafni, og er hann fjörutíu og níu ára gamall í dag. Stephan er kunnastur fyrir veru sína í Gus Gus en hefur einnig starfað…

Afmælisbörn 20. apríl 2020

Eitt afmælisbarn úr íslensku tónlistarlífi er á lista Glatkistunnar að þessu sinni: Það er Sigrún Jónsdóttir söngkona en hún er níræð í dag, Sigrúnu þekkja margir sem eina af fyrstu dægurlagasöngkonum Íslands, hún söng inn á fjölda platna og oft í samstarfi við aðra söngvara eins og Alfreð Clausen og Ragnar Bjarnason, þá söng hún…

Afmælisbörn 19. apríl 2020

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar tvö: Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari er sextíu og tveggja ára gömul, hún lauk einleikaraprófi á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og framhaldsnámi í Bandaríkjunum. Hún var ráðin tónlistarstjóri Hörpunnar þegar hún opnaði og gegndi því starfi þar til fyrir um ári síðan þegar hún tók við starfi óperustjóra Íslensku óperunnar.…

Afmælisbörn 18. apríl 2020

Í dag eru tvö afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Söngkonan Salka Sól Eyfeld (Hjálmarsdóttir) er þrjátíu og tveggja ára gömul á þessum ágæta degi. Sölku Sól þekkja flestir en hún er eins og kunnugt er önnur söngkvenna Amabadama og ein Reykjavíkurdætra og Tazmaníu-liða. Salka Sól var einnig í hljómsveitunum Skonsunum og Útidúr og hefur í þeim…

Afmælisbörn 17. apríl 2020

Glatkistan hefur að geyma eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum á þessum degi: Eyjólfur Kristjánsson söngvari, lagasmiður, gítarleikari og skemmtikraftur er fimmtíu og níu ára í dag. Eyfi var á tímabili áberandi í jólalaga- og söngvkeppnaflóðunum, söng t.a.m. lög eins eins og Gleðileg jól allir saman, Draum um Nínu og Álfheiði Björk sem allir þekkja en þekktastur…

Afmælisbörn 16. apríl 2020

Eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar í dag: Hafnfirðingurinn Björgvin (Helgi) Halldórsson söngvari, gítar- og munnhörpuleikari, eða bara Bo Hall er sextíu og níu ára gamall. Hann hefur eins og allir vita gefið út ógrynni platna (á fjórða tug) og verið áberandi á jólalagatímabilinu en hann hefur aukinheldur sungið með hljómsveitum eins og Hljómum, Ðe…

Goðakvartettinn (1972-80)

Goðakvartettinn var söngkvartett starfandi innan Karlakórsins Goða sem starfræktur var innan fjögurra hreppa í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. Hér er gert ráð fyrir að Goðakvartettinn hafi verið stofnaður um svipað leyti og karlakórinn (1972) en meðlimir kvartettsins munu allir hafa verið starfandi kennarar innan Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Í upphafi skipuðu kvartettinn þeir Viktor A. Guðlaugsson fyrsti…

Godot – Efni á plötum

Godot – Godot [ep] Útgefandi: Þórólfur Eiríksson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Koma tímar, koma ráð Flytjendur: Þórólfur Eiríksson – tónlistarflutningur Jóhanna Sigurðardóttir – rödd

Godot (1998)

Godot var eins konar aukasjálf raftónlistarmannsins og tónskáldsins Þórólfs Eiríkssonar sem hafði á níunda áratugnum verið í sveitum eins og Lojpippos og Spojsippus og Pakk. Þórólfur gaf haustið 1998 út smáskífu undir Godot-nafninu og innihélt hún eitt lag, Koma tíma, koma ráð. Platan fékk þokkalega dóma í Fókus en ekki hefur meira komið út með…

Gott [1] (1990)

Pöbbabandið Gott starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 1990 en sveitin var skipuð þekktum tónlistarmönnum úr popp- og rokkgeiranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Þorsteinn Magnússon gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað í fáa mánuði.

Gosar [4] (2016-)

Nokkrir þekktir tónlistarmenn sameinuðust haustið 2016 í súpergrúbbunni Gosar og sendu frá sér jólalag í samstarfi við Prins Póló en það var gefið út til styrktar UNICEF. Meðlimir Gosa eru Valdimar Guðmundsson söngvari, Snorri Helgason bassaleikari [?], Örn Eldjárn gítarleikari [?], Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari og Teitur Magnússon gítarleikari [?].

Gosar [3] (1986)

Árið 1986 var hljómsveit starfandi í Ölveri í Glæsibæ undir nafninu Gosar, ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar og því gæti allt eins verið að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á áttaunda áratugnum. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um meðlimi Gosa mættu gjarnan senda Glatkistunni línu þess efnis.

Gosar [2] (1971-73 / 1977)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið undir nafninu Gosar en sveitin fór mikinn á dansstöðum borgarinnar, lék flestar eða allar helgar í um tvö og hálft ár. Ekki finnast neinar heimildir um meðlimi Gosa en hún starfaði frá því í ársbyrjun 1971 og fram á vor 1973. Svo virðist að um sömu sveit…

Gosakvartettinn [2] (1964)

Hljómsveitin Gosakvartettinn var önnur tveggja hljómsveita sem skemmti á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964. Óskað er frekari upplýsinga um þessa sveit s.s. meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem máli skiptir.

Gosakvartettinn [1] (1955)

Engar upplýsingar liggja fyrir um Gosakvartettinn svokallaða sem kom fram á kvöldvöku Þjóðleikhússins vorið 1955. Svo virðist sem um söngkvartett hafi verið að ræða, ef lesendur hafa nánari skýringar eða upplýsingar um Gosakvartettinn má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Goðakvartettinn – Efni á plötum

Karlakórinn Goði – Kór, kvartett, tríó Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T09 Ár: 1974 1. Klukkan hans afa 2. Sævar að sölum 3. Ach ty step 4. Bóndi 5. Blikandi haf 6. Thamle chalaupka 7. Sigurður Lúter 8. Sköpun mannsins 9. Flökkumærin 10. Syngdu þinn söng 11. Næturfriður 12. We shall overcome Flytjendur: Karlakórinn Goði – söngur undir stjórn Roberts Bezdék…

Gott [2] (1991-92)

Unglingasveitin Gott starfaði á árunum 1991-92 á höfuðborgarsvæðinu og lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1992. Sveitin hafði verið stofnuð snemma um veturinn á undan en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Gotts voru þeir Bjarki Ólafsson hljómborðsleikari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari og Sveinbjörn Bjarki Jónsson hljómborðs-, slagverks- og gítarleikari.

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Garðakórinn [2] (2000-)

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ hefur starfað frá aldamótum og sett svip sinn á félagsstarf elstu íbúa bæjarfélagsins allt til þessa dags. Kórinn var stofnaður að öllum líkindum aldamótaárið 2000 og hlaut sama nafn og kirkjukór Garðahrepps hafði borið nokkrum áratugum fyrr, enda voru þá nokkrir í hinum nýstofnaða kór sem einnig höfðu sungið…