Goðakvartettinn (1972-80)

Goðakvartettinn var söngkvartett starfandi innan Karlakórsins Goða sem starfræktur var innan fjögurra hreppa í Suður-Þingeyjasýslu, austan Vaðlaheiðar. Hér er gert ráð fyrir að Goðakvartettinn hafi verið stofnaður um svipað leyti og karlakórinn (1972) en meðlimir kvartettsins munu allir hafa verið starfandi kennarar innan Stórutjarnaskóla í Ljósavatnsskarði. Í upphafi skipuðu kvartettinn þeir Viktor A. Guðlaugsson fyrsti…

Godot – Efni á plötum

Godot – Godot [ep] Útgefandi: Þórólfur Eiríksson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1998 1. Koma tímar, koma ráð Flytjendur: Þórólfur Eiríksson – tónlistarflutningur Jóhanna Sigurðardóttir – rödd

Godot (1998)

Godot var eins konar aukasjálf raftónlistarmannsins og tónskáldsins Þórólfs Eiríkssonar sem hafði á níunda áratugnum verið í sveitum eins og Lojpippos og Spojsippus og Pakk. Þórólfur gaf haustið 1998 út smáskífu undir Godot-nafninu og innihélt hún eitt lag, Koma tíma, koma ráð. Platan fékk þokkalega dóma í Fókus en ekki hefur meira komið út með…

Gott [1] (1990)

Pöbbabandið Gott starfaði á höfuðborgarsvæðinu sumarið og haustið 1990 en sveitin var skipuð þekktum tónlistarmönnum úr popp- og rokkgeiranum. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Eyjólfur Kristjánsson söngvari og gítarleikari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Haraldur Þorsteinsson bassaleikari og Þorsteinn Magnússon gítarleikari. Sveitin virðist aðeins hafa starfað í fáa mánuði.

Gosar [4] (2016-)

Nokkrir þekktir tónlistarmenn sameinuðust haustið 2016 í súpergrúbbunni Gosar og sendu frá sér jólalag í samstarfi við Prins Póló en það var gefið út til styrktar UNICEF. Meðlimir Gosa eru Valdimar Guðmundsson söngvari, Snorri Helgason bassaleikari [?], Örn Eldjárn gítarleikari [?], Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari og Teitur Magnússon gítarleikari [?].

Gosar [3] (1986)

Árið 1986 var hljómsveit starfandi í Ölveri í Glæsibæ undir nafninu Gosar, ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar og því gæti allt eins verið að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á áttaunda áratugnum. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um meðlimi Gosa mættu gjarnan senda Glatkistunni línu þess efnis.

Gosar [2] (1971-73 / 1977)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið undir nafninu Gosar en sveitin fór mikinn á dansstöðum borgarinnar, lék flestar eða allar helgar í um tvö og hálft ár. Ekki finnast neinar heimildir um meðlimi Gosa en hún starfaði frá því í ársbyrjun 1971 og fram á vor 1973. Svo virðist að um sömu sveit…

Gosakvartettinn [2] (1964)

Hljómsveitin Gosakvartettinn var önnur tveggja hljómsveita sem skemmti á Þjóðhátíð Vestmannaeyinga sumarið 1964. Óskað er frekari upplýsinga um þessa sveit s.s. meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað sem máli skiptir.

Gosakvartettinn [1] (1955)

Engar upplýsingar liggja fyrir um Gosakvartettinn svokallaða sem kom fram á kvöldvöku Þjóðleikhússins vorið 1955. Svo virðist sem um söngkvartett hafi verið að ræða, ef lesendur hafa nánari skýringar eða upplýsingar um Gosakvartettinn má gjarnan senda þær Glatkistunni.

Goðakvartettinn – Efni á plötum

Karlakórinn Goði – Kór, kvartett, tríó Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T09 Ár: 1974 1. Klukkan hans afa 2. Sævar að sölum 3. Ach ty step 4. Bóndi 5. Blikandi haf 6. Thamle chalaupka 7. Sigurður Lúter 8. Sköpun mannsins 9. Flökkumærin 10. Syngdu þinn söng 11. Næturfriður 12. We shall overcome Flytjendur: Karlakórinn Goði – söngur undir stjórn Roberts Bezdék…

Gott [2] (1991-92)

Unglingasveitin Gott starfaði á árunum 1991-92 á höfuðborgarsvæðinu og lék m.a. á bindindismótinu í Galtalæk um verslunarmannahelgina 1992. Sveitin hafði verið stofnuð snemma um veturinn á undan en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði. Meðlimir Gotts voru þeir Bjarki Ólafsson hljómborðsleikari, Matthías Matthíasson söngvari og gítarleikari og Sveinbjörn Bjarki Jónsson hljómborðs-, slagverks- og gítarleikari.

Garðakórinn [1] (1965-91)

Garðakórinn (hinn fyrri) starfaði í ríflega aldarfjórðung og sinnti einkum messusöng við Garðakirkju á Álftanesi. Kórinn var stofnaður haustið 1965 að undirlagi Guðmundar H. Norðdahl sem þá var skólastjóri tónlistarskólans í Garðahreppi, hann var stjórnandi kórsins og organisti kirkjunnar í upphafi en Guðmundur Gilsson tók við þeim starfa árið 1967 og gegndi því embætti til…

Garðakórinn [2] (2000-)

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ hefur starfað frá aldamótum og sett svip sinn á félagsstarf elstu íbúa bæjarfélagsins allt til þessa dags. Kórinn var stofnaður að öllum líkindum aldamótaárið 2000 og hlaut sama nafn og kirkjukór Garðahrepps hafði borið nokkrum áratugum fyrr, enda voru þá nokkrir í hinum nýstofnaða kór sem einnig höfðu sungið…

Afmælisbörn 15. apríl 2020

Í dag er einn tónlistarmaður á afmælislista Glatkistunnar: Björgvin Þ. Valdimarsson kórstjóri og tónskáld er sextíu og fjögurra ára gamall í dag. Björgvin var um tvítugt farinn að stjórna kórsöng en hann hefur stjórnað kórum eins og Samkór Selfoss, Karlakór Selfoss, Söngfélaginu Drangey og Skagfirsku söngsveitinni, kórar hans hafa m.a. flutt lög eftir hann og…