Gítar-Konni – Efni á plötum

Hákon Þorsteinsson – Áttræður Útgefandi: Hákon Þorsteinsson Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 2004 1. Viltu vita vinur minn 2. In Milano 3. Frelsisherinn 4. Rasmus 5. Dóttir tatarans 6. Rósin 7. Hún amma (mömmuvísur) 8. Sestu hérna hjá mér 9. Senn kemur vorið 10. Konuleit 11. Ástarraunir 12. Álafossvísur 13. Kaupmannahafnarförin 14. Viltu með mer vaka…

Gítar-Konni (1924-2009)

Hákon Þorsteinsson er einn þeirra fjölmörgu áhugamanna um tónlist sem hafa gefið út plötu komnir á efri ár en hann starfaði aldrei við tónlist á yngri árum. Hákon (kallaður Gítar-Konni hér fyrrum) fæddist í Reykjavík 1924, var vélvirki að mennt og starfaði mest alla sína starfstíð sem eftirlitsmaður, lengi fyrst hjá Öryggiseftirlitinu en síðar Vinnueftirlitinu…

Gloría – Efni á plötum

Gloría – Jæja góðir gestir Útgefandi: Gloría Útgáfunúmer: GLORÍA 001 Ár: 1995 1. Kúlumaðurinn 2. Ekki fara 3. Haust 4. Öðruvísi 5. Góðan daginn 6. Stúlkan 7. Rósirnar 8. Umtalsvert 9. Innst inni 10. Ástin er sjúk Flytjendur: Kristján St. Halldórsson – söngur og gíar Örn Sigurðsson – tenór saxófónn og söngur Þráinn M. Ingólfsson…

Golan (1993)

Golan var skammlíft djass- eða bræðingsverkefni sett saman fyrir Rúrek djasshátíðina vorið 1993. Sveitina skipuðu þeir Óskar Guðjónsson saxófónleikari, Magnus Johansen píanóleikari, Arnold Ludwig bassaleikari og Einar Valur Scheving trommuleikari.

Godzpeed (2000-03)

Hljómsveitin Godzpeed (Godspeed) var starfrækt um þriggja ára skeið laust eftir aldamótin innan hvítasunnusafnaðarins, sveit lék poppað og melódískt rokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari, Björn Ólafsson trommuleikari, Símon Hjaltason gítarleikari og Styrmir Hafliðason gítarleikari. Sveitin lék mestmegnis í kirkjustarfi hvítasunnusafnaðarins en einnig á rokktónleikum ásamt fleiri…

Gormarnir (1983)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1983. Sveitina bar á góma í lesendabréfum dagblaðanna þar sem hvatt var til að hún væri fengin til að leika á Listahátíð í Reykjavík en á þeim tíma voru lesendadálkarnir fullir af slíkum uppástungum þótt oftast nær væru öllu þekktari nöfn í…

Goðar (1974)

Hljómsveitin Goðar starfaði á norðanverðu landinu árið 1974 og lék á dansleikjum og skemmtunum bæði austan og vestan Eyjafjarðar, m.a. á þjóðhátíð í Ásbyrgi í tilefni af 1100 ára Íslandsbyggðar um sumarið. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, meðlimi hennar og hljóðfæraskipan, starfstíma og annað sem kann að vera bitastætt.

Golíat (1974)

Óskað er eftir upplýsingum um þungarokkhljómsveitina Golíat sem starfaði á Akureyri um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, fyrir liggur að sveitin var starfandi sumarið 1974 en engar upplýsingar eru um frekari starfstíma hennar eða aldur. Einnig er óskað eftir upplýsingum um meðlimi þessarar sveitar, Leó G. Torfason gítarleikari var einn þeirra en engar heimildir finnast…

Golden gun (1995)

Árið 1995 var starfandi á höfuðborgarsvæðinu hljómsveit undir nafninu Golden gun en hún var skipuð drengjum á aldrinum átta til tíu ára. Ragnar Sólberg Rafnsson gítarleikari, Matthías Arnalds hljómborðsleikari og Frosti Örn Gunnarsson söngvari skipuðu þessa sveit (og voru síðar í hljómsveitinni Rennireið) en ekki liggur fyrir hvort fleiri voru í henni. Upplýsingar um það…

Gormar og Geiri (1968)

Hljómsveitin Gormar og Geiri starfaði í Kópavogi árið 1968 og var skipuð meðlimum á grunnskólaaldri. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Ásgeir Valdimarsson bassaleikari (sem væntanlega var Geiri), Sigurvin Einarsson gítarleikari, Eggert Páll Björnsson [?], Gestur Ólafsson [?] og Þór Sævaldsson gítarleikari.

Afmælisbörn 8. apríl 2020

Þrjú afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar í dag: Söngkonan Hjördís Geirsdóttir er sjötíu og sex ára, hún á að baki gæfuríkan söngferil, fyrst með Söngsystrum en síðar með sveitum eins og Caroll quintet, Safír sextett og Hljómsveit Karls Lilliendahl áður en hún hóf að syngja með hljómsveit bróður síns, Gissurar Geirs. Aðrar sveitir má nefna,…