Greifarnir [2] (1986-)

Hljómsveitin Greifarnir frá Húsavík er eitt af stærstu nöfnunum í íslenskri poppsögu en líklega hafa fáar sveitir skotist jafn skyndilega upp á stjörnuhimininn og hún gerði sumarið 1986 eftir sigur í Músíktilraunum Tónabæjar. Hljómsveitin, sem varð eins konar samnefnari fyrir svokallað gleðipopp, sendi á skömmum tíma frá sér fjölda stórsmella og troðfyllti félagsheimili landsins á…

Greifarnir [2] – Efni á plötum

Greifarnir – Blátt blóð Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: PLAT 1515 Ár: 1986 1. Útihátíð 2. Ég vil fá hana strax (korter í þrjú) 3. Er þér sama? 4. Sólskinssöngurinn Flytjendur: Kristján Viðar Haraldsson – hljómborð og raddir Felix Bergsson – söngur og raddir Sveinbjörn Grétarsson – gítar, söngur og raddir Gunnar Hrafn Gunnarsson – trommur Jón…

Gott í skóinn (1991)

Jólalagadúettinn Gott í skóinn starfaði á aðventunni 1991 á Akureyri og skemmti með söng og hljóðfæraleik á veitingastaðnum Uppanum. Það voru bræðurnir Sigfús hljómborðsleikari og Ingjaldur gítarleikari Arnþórssynir sem skipuðu dúettinn en þeir sungu jafnframt báðir.

Gógó (1974-)

Söngkonan Gógó (Guðrún Óla Jónsdóttir) á tvískiptan söngferil að baki en hún var ung að árum nokkuð áberandi í söngleikjavakningunni sem átti sér stað um miðjan tíunda áratug síðustu aldar áður en hún hvarf úr sviðsljósinu en birtist aftur á öðrum áratug nýrrar aldar. Guðrún Óla er fædd 1974 og á skólaárum sínum í Fjölbrautaskólanum…

Góðu fréttirnar (1992-96)

Hljómsveit sem bar nafnið Góðu fréttirnar lék frumsamda kristilega tónlist á tíunda áratug liðinnar aldar og kom reglulega fram á samkomum hjá KFUM og KFUK. Fyrst berast fréttir af Góðu fréttunum árið 1992 og síðan reglulega næstu árin. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi sveitarinnar utan þess að Guðmundur Karl Brynjarsson mun hafa verið einn…

Góðir hálsar [2] (2003)

Árið 2003 starfaði af því er virðist skammlíf hljómsveit innan kórs Grafarvogskirkju en um var að ræða sveit gítarleikara sem léku einhverju sinni við messuhald í kirkjunni. Engar upplýsingar liggja fyrir um hverjir skipuðu þessa sveit.

Góðir hálsar [1] – Efni á plötum

Góðir hálsar – Góðir hálsar: Barnakór Húsabakkaskóla Svarfaðardal Útgefandi: Góðir hálsar Útgáfunúmer: [engar upplýsingar] Ár: 2003 [engar upplýsingar um efni] Flytjendur: Góðir hálsar – söngur undir stjórn Rósu Kristínar Baldursdóttur Helga Bryndís Magnúsdóttir – píanó [engar upplýsingar um aðra flytjendur]

Góðir hálsar [1] (1996-2005)

Barnakórinn Góðir hálsar starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót og vakti verðskuldaða athygli hvar sem hann kom fram, kórinn sendi frá sér eina plötu. Góðir hálsar var kór skipaður börnum á aldrinum tíu til sextán ára, nemendum við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en kórinn var stofnaður haustið 1996. Rósa Kristín Baldursdóttir var lengst af…

Góðir greyin (1973)

Þjóðlagatríóið Góðir greyin var starfrækt að öllum líkindum á austanverðu landinu en tríóið var meðal skemmtikrafta á Jónsmessuvöku Félags herstöðvaandstæðinga á Austurlandi, sem haldin var á Egilsstöðum sumarið 1973. Hér er óskað eftir upplýsingum um meðlimi tríósins, hljóðfæraskipan og annað sem skiptir máli.

Góbí (um 1965-70)

Á Fáskrúðsfirði starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar, ballsveit sem gekk undir nafninu Góbí en nafn sveitarinnar mun hafa verið skammstöfun mynduð úr nöfnum stofnmeðlima hennar. Guðmundur Ágústsson trommuleikari, Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Bjarni Kjartansson gítarleikari og Ingólfur Arnarson gítarleikari gætu verið þeir fjórir sem mynduðu skammstöfunina í Góbí en einnig…

Grafarnes hljómsveitin (1961)

Í kauptúninu Grafarnesi (síðar Grundarfirði) á Snæfellsnesi starfaði árið 1961 hljómsveit sem iðulega gekk undir nafninu Grafarnes hljómsveitin, líkast til hefur hún verið nafnlaus en kennd við þorpið. Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana og þá um leið hljóðfæraskipan, einnig um starfstíma hennar og hvort hún hafi e.t.v. borið annað…

Greifarnir [1] (um 1982)

Á fyrri hluta níunda áratugar síðustu aldar starfaði dúett á Kirkjubæjarklaustri undir nafninu Greifarnir. Meðlimir dúettsins voru þeir Kristján Björn Þórðarson og Hjörtur Freyr Vigfússon en þeir voru þá líklega á aldrinum tólf til fjórtán ára gamlir og munu hafa komið lítillega opinberlega fram, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan Greifanna.

Afmælisbörn 22. apríl 2020

Þrjú afmælisbörn koma við sögu gagnagrunns Glatkistunnar að þessu sinni: Páll Kristinn Pálsson söngvari hljómsveitarinnar Fjörefnis er sexíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, hann er klárlega þekktastur fyrir að syngja lagið Dansað á dekki sem fyrrgreind hljómsveit gaf út 1979. Páll hafði áður verið í hljómsveitinni Dögg en hann átti síðar eftir að…