Góðir hálsar [1] (1996-2005)

Góðir hálsar

Barnakórinn Góðir hálsar starfaði í um áratug í kringum síðustu aldamót og vakti verðskuldaða athygli hvar sem hann kom fram, kórinn sendi frá sér eina plötu.

Góðir hálsar var kór skipaður börnum á aldrinum tíu til sextán ára, nemendum við Húsabakkaskóla í Svarfaðardal en kórinn var stofnaður haustið 1996. Rósa Kristín Baldursdóttir var lengst af stjórnandi kórsins sem taldi yfirleitt um eða yfir tuttugu börn en Petra Björk Pálsdóttir tók við því starfi árið 2003 og gegndi því uns kórinn hætti störfum 2005 en þá hafði skólinn verið lagður niður.

Kórinn söng á ýmsum föstum viðburðum s.s. jóla- og vortónleikum og þótti óvenju góður, hann kom t.a.m. fram á tónleikum ásamt Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Þá sótti hann kóramót í Finnlandi og vakti þar athygli fyrir framlag sitt.

Plata kom út með Góðum hálsum árið 2003, hún hafði verið hljóðrituð árið á undan af Sigurði Rúnari Jónssyni en hafði þá tafist í framleiðslu af einhverjum ástæðum. Nokkrir fyrrverandi og útskrifaðir meðlimir kórsins sungu jafnframt með kórnum á plötunni sem var þá undir stjórn Rósu Kristínar.

Efni á plötum