Gísli Rúnar Jónsson (1953-2020)

Leikarinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson kom víða við í íslensku listalífi og þar reis hæst ferill hans sem skemmtikraftur, leikari, þýðandi, höfundur bundins og óbundins máls og leikstjóri, hér fyrrum kom út fjöldi platna þar sem skemmtikrafturinn Gísli Rúnar kom við sögu í stærri hlutverkum og nutu þær feikimikilla vinsælda en þar lék hann…

Gísli Rúnar Jónsson – Efni á plötum

Kaffibrúsakarlarnir – Kaffibrúsakarlarnir Útgefandi: SG hljómplötur / Steinar Útgáfunúmer: SG – 066 / [engar upplýsingar] Ár: 1973 / 1992 1. Sögur af Jóni smið 2. Skringilegt líf 3. Hvorki né sögur 4. Málsháttakeppni 5. Ökuferðin 6. Sjúkrasögur 7. Í fullri einlægni 8. Flugur 9. Konan mín og ég 10. Komdu nú að kveðast á 11. Furðusögur 12. Frúin…

Gísli Magnússon [1] (1929-2001)

Gísli Magnússon var þekktur píanóleikari, lék inn á fjölda platna auk þess að leika á tónleikum hér heima og víða um lönd, hann var einnig tónlistarkennari og skólastjóri um langt skeið. Gísli Magnússon fæddist árið 1929 austur á Eskifirði en fluttist til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni um tíu ára aldur. Fljótlega eftir það hóf hann…

Gísli Magnússon [1] – Efni á plötum

Gísli Magnússon – Gísli Magnússon píanó Útgefandi: Fálkinn His Master‘s voice Útgáfunúmer: ALPC 3 Ár: 1956 1. Humoresken e. Pál Ísólfsson 2. Drei Klavierstücke op. 5 e. Pál Ísólfsson 3. Vikivaki 4. Idyl 5. English suite in d-minor e. J.S. Bach Flytjendur: Gísli Magnússon – píanó   Gísli Magnússon – Piano solo [ep] Útgefandi: Fálkinn…

Gísli Ólafsson – Efni á plötum

Páll Stefánsson og Gísli Ólafsson [78 sn.] Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: Columbia DI 1080 / DI 1101 Ár: 1933 / 1955 1. Lækurinn 2. Lausavísur Flytjendur: Páll Stefánsson – söngur Gísli Ólafsson – söngur    

Gísli Ólafsson (1885-1967)

Gísli Ólafsson (1885-1967) var ljóðskáld og kvæðamaður sem þótti jafnframt snjall hagyrðingur og eftirherma. Hann fæddist á Eiríksstöðum í Austur-Húnavatnssýslu, flutti á fullorðins árum til Blönduóss og síðar Sauðárkróks þar sem hann bjó lungann úr ævinni. Gísli byrjaði snemma að yrkja og eftir hann liggja nokkrar ljóðabækur, hann var auk þess hagyrðingur og kvæðamaður, en…

GM-tónar [útgáfufyrirtæki] (1967-91)

GM tónar (G.M. tónar) var útgáfufyrirtæki Guðjóns Matthíassonar harmonikkuleikara en hann gaf út nokkrar plötur, bæði smáskífur og breiðskífur með eigin efni um nokkurra áratuga skeið, ýmist í eigin nafni eða hljómsveitar hans. Eins og nafnið gefur til kynna stendur GM fyrir Guðjón Matthíasson en fyrsta platan kom út árið 1967 og hafði að geyma…

Gnýr (1978-79)

Hljómsveitin Gnýr lék kristilega tónlist og var nokkuð virk í samfélagi Fíladelfíu á árunum 1978 og 79. Meðlimir sveitarinnar voru Matthías Ægisson hljómborðsleikari [?], Marc Haney trommuleikari, Hafliði Kristinsson trompetleikari [?], Guðni Einarsson bassaleikari [?], Ágústa Ingimarsdóttir söngkona [?] og Stefán Yngvason [?]. Óskað er eftir staðfestingum um hljóðfæraskipan og frekari upplýsingum um þessa sveit.

GMW (1985)

GMW var þjóðlagatríó sem starfaði haustið 1985 og voru meðlimir þess Grétar [?], Matthias Kristiansen gítarleikari og Wilma Young fiðluleikari en nafn tríósins var myndað úr upphafsstöfum þeirra, þau voru einnig kölluð Grétar, Matti og Wilma. Upplýsingar óskast um föðurnafn Grétars. Tríóið flutti evrópska þjóðlagatónlist, einkum frá Írlandi, Skotlandi, Norðurlöndunum og Austur-Evrópu en þau Matthias…

Glæsir (1979-88)

Hljómsveitin Glæsir var húshljómsveit í Glæsibæ um árabil og hefur sjálfsagt leikið þar í um þúsund skipti þann áratug er sveitin starfaði þar en hún sérhæfði sig í gömlu dönsunum og tónlist fyrir fólk komið á miðjan aldur. Sveitin var upphaflega tríó sem Gissur Geirsson setti saman í þessu samhengi, ekki liggur fyrir hverjir skipuðu…

Glymjandi (1910-16)

Söngfélagið Glymjandi starfaði um nokkurra ára skeið á Ísafirði á öðrum áratug síðustu aldar og kom fram á fjölda söngskemmtana fyrir vestan. Það var tónlistarfrömuðurinn Jónas Tómasson (hinn eldri) sem stjórnaði þessum blandaða kór alla tíð en kórinn innihélt um tvo tugi meðlima. Kórinn var stofnaður haustið 1910 en Jónas hafði veturinn á undan verið…

Go ninja! (2000-01)

Litlar upplýsingar er að finna um harðkjarnasveitina Go ninja! en hún starfaði árin 2000 og 01 og lék þá á fáeinum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrir liggur að Valur Árni Guðmundsson var trommuleikari sveitarinnar en óskað er eftir upplýsingum um aðra liðsmenn hennar.

GO kvintett (1946-48)

GO kvintett vakti mikla athygli á sínum tíma en hún var meðal fyrstu djasssveita hér á landi og jafnframt sú fyrsta sem kennd var við sveiflutónlist. Sveitin var stofnuð í Hafnarfirði upp úr hljómsveitinni Ungum piltum árið 1946, í nafni Gunnars Ormslev en hann var þá á unglingsaldri, nýfluttur heim til Íslands frá Danmörku þar…

Afmælisbörn 1. apríl 2020

Þrjú tónlistartengd afmælisbörn eru skráð á þessum degi gabbanna. Andri Hrannar Einarsson trommuleikari er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Þekktasta hljómsveit Andra var klárlega Áttavillt (8 villt) en hann var einnig í sveitum eins og KFUM & the andskotans, Langbrók, Saga Class, Silfur og Noname. Andri er frá Siglufirði og þar hefur hann…