Gnýr (1978-79)

Gnýr

Hljómsveitin Gnýr lék kristilega tónlist og var nokkuð virk í samfélagi Fíladelfíu á árunum 1978 og 79. Meðlimir sveitarinnar voru Matthías Ægisson hljómborðsleikari [?], Marc Haney trommuleikari, Hafliði Kristinsson trompetleikari [?], Guðni Einarsson bassaleikari [?], Ágústa Ingimarsdóttir söngkona [?] og Stefán Yngvason [?].

Óskað er eftir staðfestingum um hljóðfæraskipan og frekari upplýsingum um þessa sveit.