GM-tónar [útgáfufyrirtæki] (1967-91)

GM tónar (G.M. tónar) var útgáfufyrirtæki Guðjóns Matthíassonar harmonikkuleikara en hann gaf út nokkrar plötur, bæði smáskífur og breiðskífur með eigin efni um nokkurra áratuga skeið, ýmist í eigin nafni eða hljómsveitar hans.

Eins og nafnið gefur til kynna stendur GM fyrir Guðjón Matthíasson en fyrsta platan kom út árið 1967 og hafði að geyma söng Sverris Guðjónssonar sonar Guðjóns, en hljómsveit Guðjóns lék undir. Fjölmargar plötur, fyrst í stað smáskífur en einnig breiðskífur síðar, komu út undir merkjum GM tóna og síðasta platan kom að líkindum út 1991. Þó er hugsanlegt að kassettur hafi komið út undir merkinu síðar.

Útgefnir titlar GM tóna voru á annan tug.