Grafarnes hljómsveitin (1961)

Í kauptúninu Grafarnesi (síðar Grundarfirði) á Snæfellsnesi starfaði árið 1961 hljómsveit sem iðulega gekk undir nafninu Grafarnes hljómsveitin, líkast til hefur hún verið nafnlaus en kennd við þorpið.

Óskað er eftir upplýsingum um þessa sveit, þ.e. hverjir skipuðu hana og þá um leið hljóðfæraskipan, einnig um starfstíma hennar og hvort hún hafi e.t.v. borið annað nafn.