Góbí (um 1965-70)

Á Fáskrúðsfirði starfaði um nokkurra ára skeið á sjöunda áratug síðustu aldar, ballsveit sem gekk undir nafninu Góbí en nafn sveitarinnar mun hafa verið skammstöfun mynduð úr nöfnum stofnmeðlima hennar.

Guðmundur Ágústsson trommuleikari, Óðinn G. Þórarinsson harmonikkuleikari, Bjarni Kjartansson gítarleikari og Ingólfur Arnarson gítarleikari gætu verið þeir fjórir sem mynduðu skammstöfunina í Góbí en einnig komu Agnar Eide bassaleikari og Pétur Jóhannesson harmonikkuleikari við sögu sveitarinnar, e.t.v. fleiri.

Margt er óljóst í sögu þessarar sveitar, hún gæti allt eins hafa verið stofnuð á fyrri hluta sjöunda áratugarins og starfað fram á þann áttunda en lesendur Glatkistunnar mættu gjarnan miðla slíkum upplýsingum til síðunnar auk annars úr sögu hennar sem hér vantar.