Gormarnir (1983)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1983.

Sveitina bar á góma í lesendabréfum dagblaðanna þar sem hvatt var til að hún væri fengin til að leika á Listahátíð í Reykjavík en á þeim tíma voru lesendadálkarnir fullir af slíkum uppástungum þótt oftast nær væru öllu þekktari nöfn í þeim s.s. Kiss, Duran Duran eða Rolling stones.

Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi Gormanna og hljóðfæraskipan.