Gormarnir (1983)

Hljómsveit með þessu nafni mun hafa verið starfandi innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti vorið 1983. Sveitina bar á góma í lesendabréfum dagblaðanna þar sem hvatt var til að hún væri fengin til að leika á Listahátíð í Reykjavík en á þeim tíma voru lesendadálkarnir fullir af slíkum uppástungum þótt oftast nær væru öllu þekktari nöfn í…

Whalers (2004-)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Whalers sem starfandi er innan Fjölbrautaskólans í Breiðholti. Fyrir liggur að sveitin var starfandi innan veggja skólans á árunum 2004 til 06 en einnig kom hún fram árið 2016. Engar upplýsingar er að finna um hvort starfsemi Whalers hefur verið samfelld en hún mun hafa verið skipuð kennurum og…

Ðí Kommittments (1993-94)

Vorið 1993 hélt nemendafélag Fjölbrautaskólans í Breiðholti árshátíð sína meðal annars með söngskemmtun eða söngleik sem byggð var á kvikmyndinni The Commitments og hafði notið mikilla vinsælda hérlendis sem annars staðar tveimur árum fyrr. Uppfærsla FB var staðfærð yfir á Breiðholtið og fljótlega var ljóst að tónlistin myndi slá í gegn, þegar ellefu manna hljómsveit…