Godzpeed (2000-03)

Godzpeed

Hljómsveitin Godzpeed (Godspeed) var starfrækt um þriggja ára skeið laust eftir aldamótin innan hvítasunnusafnaðarins, sveit lék poppað og melódískt rokk.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Edgar Smári Atlason söngvari, Magnús Árni Öder Kristinsson bassaleikari, Björn Ólafsson trommuleikari, Símon Hjaltason gítarleikari og Styrmir Hafliðason gítarleikari. Sveitin lék mestmegnis í kirkjustarfi hvítasunnusafnaðarins en einnig á rokktónleikum ásamt fleiri rokksveitum.

Þeir félagar breyttu nafni sveitarinnar í Stoneslinger árið 2003 þegar þeir breyttu nokkuð um tónlistarstefnu, þá þyngdu þeir tónlistina töluvert.