Gosar [2] (1971-73 / 1977)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið undir nafninu Gosar en sveitin fór mikinn á dansstöðum borgarinnar, lék flestar eða allar helgar í um tvö og hálft ár.

Ekki finnast neinar heimildir um meðlimi Gosa en hún starfaði frá því í ársbyrjun 1971 og fram á vor 1973. Svo virðist að um sömu sveit sé að ræða þegar sveit með þessu nafni kom fram á sjónarsviðið 1977 og reri á sömu mið, dansstaði á höfuðborgarsvæðinu. Engar upplýsingar finnst heldur um meðlimi þeirrar sveitar og er óskað eftir þeim hér með.