Þrír gæjar (1995)

Hljómsveitin Þrír gæjar var skipuð rokktónlistarmönnum í eldri kantinum með Garðar Guðmundsson söngvara (Rokkbræður, Gosar o.fl.) í fararbroddi.

Ekki liggur fyrir hvort Garðar var einn hinna Þriggja gæja eða hvort um var að ræða tríó auk hans, alltént vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem starfaði árið 1995 og lék í nokkur skipti á dansstöðum borgarinnar.