Þórir og grislingarnir (1997)
Þórir og grislingarnir störfuðu sumarið 1997 og léku djasstónlist í nokkur skipti opinberlega. Það var Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari sem var fyrirliði sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Einar Valur Scheving trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari og Veigar Margeirsson trompet- og flygelhornleikari.