Þórir og grislingarnir (1997)

Þórir og grislingarnir störfuðu sumarið 1997 og léku djasstónlist í nokkur skipti opinberlega. Það var Þórir Baldursson Hammond-orgelleikari sem var fyrirliði sveitarinnar en aðrir meðlimir hennar voru Einar Valur Scheving trommuleikari, Róbert Þórhallsson bassaleikari, Jóel Pálsson saxófónleikari og Veigar Margeirsson trompet- og flygelhornleikari.

Þórscafé [tónlistartengdur staður] (1945-2003)

Veitinga- og skemmtistaðurinn Þórscafé (Þórskaffi) er meðal langlífustu og vinsælustu skemmtistöðum sem hér hafa starfað en saga hans spannaði ríflega hálfa öld. Þórscafé er fyrst nefndur í fjölmiðlum þess tíma haustið 1945 en þá var staðurinn opnaður sem veitingastaður. Það er svo ári síðar sem hann er auglýstur sem skemmtistaður einnig og við þau tímamót…

Þórhallur Árnason (1891-1976)

Þórhallur Árnason sellóleikari var einn frumherja í íslensku tónlistarlífi á síðustu öld og átti einnig þátt í eflingu félagsstarfs og réttinda tónlistarmanna. Þórhallur fæddist í Njarðvíkum 1891 en ólst að mestu upp á Hjalteyri. Hann fór tvítugur til Þýskalands til náms í trompetleik en endaði í Danmörku og lærði þar á selló. Hann var þó…

Þórgunnur nakin (1997-98)

Hljómsveitin Þórgunnur nakin frá Selfossi (og Hólmavík) vakti á sínum tíma fremur litla athygli nema e.t.v. fyrir nafnið sem þótti frumlegt. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1997 og spilaði þar eins konar hart rokk í ætt við það dauðarokk sem tilheyrði samnefndri senu í kringum 1990. Meðlimir Þórgunnar nakinnar í Músíktilraunum voru Gunnlaugur Pétursson…

Þórður Kristleifsson (1893-1997)

Þórður Kristleifsson var mikill tónlistarfrömuður og átti þátt í að kynna Íslendingum tónlist með ýmsum hætti. Þórður fæddist (1893) og ólst upp í Borgarfirðinum, ekki liggur fyrir um tónlistaráhuga hans í æsku en hann mun einhverja tilsögn hafa fengið í píanóleik. Hann fékkst að mestu við landbúnað í sveitinni sem ungur maður og það er…

Þórdís og Hanna María Karlsdætur (1967)

Systurnar Þórdís og Hanna María Karlsdóttir skemmtu með söng víða um suðvesturhorn landsins árið 1967, stundum við undirleik hljómsveita en oftar við eigin undirleik á gítar. Þær systur komu úr Keflavík og voru aðeins tuttugu og eins og átján ára gamlar en ekki varð meira úr afrekum þeirra á tónlistarsviðinu, Hanna María varð þó síðar…

Þórsmenn [3] (?)

Hljómsveit með þessu nafni var starfrækt á Þórshöfn á Langanesi á sjöunda eða áttunda áratug 20. aldarinnar, hvenær nákvæmlega liggur ekki fyrir. Engar upplýsingar er að finna um skipan hinnar langnesku Þórsmanna utan þess að Hilmar Arason saxófónleikari var meðal meðlima.

Þórsmenn [2] (1968-71)

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu. Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari. Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti…

Þórsmenn [1] (1969-71)

Þórsmenn var hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu um 1970 og mun hafa leikið mestmegnis á Keflavíkurflugvelli en einnig á skemmtistöðum eins og Þórscafé. Meðlimir sveitarinnar voru leiðtoginn Þór Nielsen söngvari og gítarleikari, Ólafur Benediktsson trommuleikari, Sigmundur Júlíusson [?] og Guðmann Kristbergsson bassaleikari. Helga Sigþórsdóttir og Kalla [?] Karlsdóttir sungu ennfremur með sveitinni sem gestasöngvarar í einhver…

Afmælisbörn 3. júlí 2017

Í dag eru tvö tónlistartengd afmælisbörn á skrá hjá Glatkistunni: Lýður Ægisson tónlistarmaður er sextíu og níu ára gamall á þessum degi. Lýður, sem er bróðir Gylfa Ægissonar tónlistarmanns og faðir Þorsteins Lýðssonar sem einnig hefur gefið út efni, hefur sent frá sér nokkrar sólóplötur í gegnum tíðina, þá fyrstu 1985. Lýður starfaði á þeim…