Þórsmenn [2] (1968-71)

Þórsmenn frá Stykkishólmi

Hljómsveitin Þórsmenn frá Stykkishólmi starfaði í nokkur ár og lék víða á Snæfellsnesinu, Borgarfirði og allt norður í Húnavatnssýslu.

Meðlimir þessarar sveitar voru Lárus Pétursson söngvari og gítarleikari, Sigurður Grétar Hjörleifsson bassaleikari, Hafsteinn Sigurðsson söngvari, trommu- og orgelleikari og Ólafur Geir Þorvarðarson saxófón- og trommuleikari.

Sveitin var stofnuð sumarið 1968 og starfaði að minnsta kosti fram til 1971.