Afmælisbörn 19. maí 2020

Í dag eru á skrá Glatkistunnar fjögur afmælisbörn: Ólafur Vignir Albertsson píanóleikari er áttatíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, enginn veit hversu oft hann lék undir við „síðasta lag fyrir fréttir“ en mun vera þó vera oftar en nokkur annar. Ólafur nam píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík en lauk síðan framhaldsnámi í London…

Garðar Guðmundsson (1942-)

Garðar Guðmundsson er af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi og þótti sækja stíl sinn til Tommy Steele og Cliff Richards, hann söng með nokkrum af vinsælustu hljómsveitum gullaldartímabils rokksins. Garðar hætti söng um lok sjöunda áratugarins en birtist aftur löngu síðar þegar gullaldarárin voru rifjuð upp á rokksýningum á Broadway og slíkum skemmtistöðum og…

Burknar og Garðar (1986-87)

Hljómsveitin Burknar og Garðar starfaði veturinn 1986-87 og lék einkum á dansleikjum fyrir fólk komið á og yfir miðjan aldur. Garðar Guðmundsson var söngvari hljómsveitarinnar en hann hafði verið af fyrstu kynslóð rokksöngvara hér á landi. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um aðra meðlimi sveitarinnar og væru þær vel þegnar.

Tónar [1] (1962-67)

Saga hljómsveitarinnar Tóna er ærið flókin og margbrotin enda koma þar við sögu breyttar áherslur í tónlistarstefnu í takt við tíðarandann, auk fjöldi meðlima en tíðar mannabreytingar í sveitinni voru með ólíkindum á ekki lengri tíma, um tuttugu manns komu þar við með einum eða öðrum hætti. Hljómsveitin var stofnuð í júní 1962 og var…

Þrír gæjar (1995)

Hljómsveitin Þrír gæjar var skipuð rokktónlistarmönnum í eldri kantinum með Garðar Guðmundsson söngvara (Rokkbræður, Gosar o.fl.) í fararbroddi. Ekki liggur fyrir hvort Garðar var einn hinna Þriggja gæja eða hvort um var að ræða tríó auk hans, alltént vantar upplýsingar um aðra meðlimi sveitarinnar sem starfaði árið 1995 og lék í nokkur skipti á dansstöðum…

Pónik [2] (1961-)

Saga hljómsveitarinnar Pónik (hinnar síðari) er með lengri hljómsveitasögum hérlendis og þótt sveitin hafi nú ekki komið fram í nokkur ár er ekki enn hægt að gefa út dánarvottorð á hana, tilurð hennar spannar um hálfa öld. Ýmsar heimildir hafa komið fram um hvenær Pónik var stofnuð og nokkrar þeirra gefa upp ártalið 1964, það…

Erla Stefánsdóttir [1] – Efni á plötum

Póló & Erla [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: GEOK 253 Ár: 1967 1. Ég bíð þín 2. Hin ljúfa þrá 3. Lóan er komin 4. Brimhljóð Flytjendur Aðrir flytjendur – engar upplýsingar Erla Stefánsdóttir – söngur Jón Sigurðsson – trompet Erla Stefánsdóttir [ep] Útgefandi: Tónaútgáfan Útgáfunúmer: T 105 Ár: 1968 1. Við arineld 2. Óskalagið 3. Æskuást 4.…

Fjórir jafnfljótir (1957-60)

Forsaga hljómsveitarinnar Fjögurra jafnfljótra er sú að Skapti Ólafsson trommuleikari hafði stofnað hljómsveit sem lengi gekk ekki undir neinu nafni og þegar Freymóður Jóhannesson réði hana til að leika á böllum í Gúttó (1957), skírði hann sveitina og kallaði hana Fjóra jafnfljóta. Sagan segir reyndar að gárungarnir hafi kallað sveitina Fjóra jafnljóta. Ekki liggja fyrir…

Garðar og Gosar (1964)

Hljómsveitin Gosar, sem iðulega var kölluð Garðar og Gosar mun teljast ein fyrsta bítlasveit Íslands og vilja meðlimir hennar meina reyndar að hún hafi rutt brautina fyrir Hljóma sem komu upp um svipað leyti árið 1964. Garðar og Gosar skartaði söngvaranum Garðari Guðmundssyni en aðrir meðlimir voru Magnús Harðarson, Jón Ármannsson, Viðar Jónsson og Markús…

Garðar og stuðbandið (1985-98)

Hljómsveitin Garðar og Stuðbandið (Stuðbandið og Garðar) var hljómsveit sem fór mikinn á dansstöðum borgarinnar og lék þá einkum rokk frá sjötta og sjöunda áratugnum fyrir fólk á miðjum aldri. Sveitin var nokkuð misstór og fór jafnvel niður í að vera dúett en kallaðist þá Stuðgæjarnir. Annars voru meðlimir Stuðbandsins þeir Lárus H. Ólafsson bassaleikari,…

Geislar [1] (1963-64)

Fremur litlar upplýsingar er að finna um þá skólahljómsveit sem ku hafa borið nafnið Geislar, en hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík upp úr 1960, líklega þó ekki fyrr en 1963 eða þar um bil. Gunnar Jökull Hákonarson (Trúbrot o.fl.) mun hafa stofnað sveitina ásamt Viðari Jónssyni og Jóni Ármannssyni, og síðar bættist í…

Hljómsveit Aage Lorange (1931-61)

Hljómsveit Aage Lorange er án efa ein lífseigasta hljómsveit íslenskrar tónlistarsögu, a.m.k. hvað óslitna spilamennsku varðar en hún starfaði samfleytt við vinsældir í um þrjátíu ár, á þeim árum léku hljómsveitir sem þessar flest kvöld vikunnar. Sveitin var stofnuð af Aage Lorange (1907-2000) árið 1931 til að leika í Iðnó en upphaflegir meðlimir voru auk…

Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1957-60)

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1957 – 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og ýmsir söngvarar sungu…

J.J. Quintet (1959-73)

Hljómsveit Jóns Erlings Jónssonar, J.J. Quintet/t (stundum einnig sextett þegar við átti) starfaði í á annan áratug og var meðal fremstu danshljómsveit landsins, m.a. mitt í þeim tónlistarhrærigraut sem sjöundi áratugurinn bauð upp á. Ýmsir söngvarar áttu eftir að koma við sögu sveitarinnar eins og venja var á þessum árum, og var hún iðulega kennd…