Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1955-60)

Hljómsveit Skapta Ólafssonar

Skapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1955– 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957.

Stjórnandi sveitarinnar, Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og söngvari og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra á meðal Harald G. Haralds, Garðar Guðmundsson og Sigurður Johnnie. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Magnús Randrup harmonikkuleikari, Sigurgeir Björgvinsson píanóleikari og Guðmundur Finnbjörnsson saxófónleikari en Siggeir Sverrisson bassaleikari kom einnig við sögu hennar.

Sveitin starfaði til ársins 1960 og gekk ýmist undir nafninu Hljómsveit Skapta Ólafssonar og Fjórir jafnfljótir á þeim starfstíma.