Hljómsveit Skapta Ólafssonar (1957-60)

engin mynd tiltækSkapti Ólafsson söngvari starfrækti eigin sveit 1957 – 60, Hljómsveit Skapta Ólafssonar en hún var einnig nefnd Fjórir jafnfljótir, það nafn var komið frá Freymóði Jóhannessyni sem réði sveitina til að spila í Gúttó 1957.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi sveitarinnar aðrar en þær að Skapti Ólafsson var trommuleikari hennar og ýmsir söngvarar sungu með henni um lengri og skemmri tíma, þeirra á meðal Harald G. Haralds, Garðar Guðmundsson og Sigurður Johnnie.