Geislar [1] (1963-64)

engin mynd tiltækFremur litlar upplýsingar er að finna um þá skólahljómsveit sem ku hafa borið nafnið Geislar, en hún mun hafa verið starfandi í Reykjavík upp úr 1960, líklega þó ekki fyrr en 1963 eða þar um bil.

Gunnar Jökull Hákonarson (Trúbrot o.fl.) mun hafa stofnað sveitina ásamt Viðari Jónssyni og Jóni Ármannssyni, og síðar bættist í hópinn Garðar Guðmundsson söngvari, þá var „Jökullinn“ kominn á bakvið trommusettið en hann hafði í upphafi gegnt einhverju öðru hlutverki í sveitinni.

Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit.