Gosar [2] (1971-73 / 1977)

Hljómsveit starfaði á höfuðborgarsvæðinu um nokkurra ára skeið undir nafninu Gosar en sveitin fór mikinn á dansstöðum borgarinnar, lék flestar eða allar helgar í um tvö og hálft ár. Ekki finnast neinar heimildir um meðlimi Gosa en hún starfaði frá því í ársbyrjun 1971 og fram á vor 1973. Svo virðist að um sömu sveit…

Gosar [3] (1986)

Árið 1986 var hljómsveit starfandi í Ölveri í Glæsibæ undir nafninu Gosar, ekki finnast neinar upplýsingar um meðlimi sveitarinnar og því gæti allt eins verið að um sömu sveit sé að ræða og starfaði á áttaunda áratugnum. Þeir sem hafa einhverjar upplýsingar um meðlimi Gosa mættu gjarnan senda Glatkistunni línu þess efnis.

Gosar [4] (2016-)

Nokkrir þekktir tónlistarmenn sameinuðust haustið 2016 í súpergrúbbunni Gosar og sendu frá sér jólalag í samstarfi við Prins Póló en það var gefið út til styrktar UNICEF. Meðlimir Gosa eru Valdimar Guðmundsson söngvari, Snorri Helgason bassaleikari [?], Örn Eldjárn gítarleikari [?], Jón Mýrdal Harðarson trommuleikari og Teitur Magnússon gítarleikari [?].