Godot (1998)

Godot var eins konar aukasjálf raftónlistarmannsins og tónskáldsins Þórólfs Eiríkssonar sem hafði á níunda áratugnum verið í sveitum eins og Lojpippos og Spojsippus og Pakk.

Þórólfur gaf haustið 1998 út smáskífu undir Godot-nafninu og innihélt hún eitt lag, Koma tíma, koma ráð. Platan fékk þokkalega dóma í Fókus en ekki hefur meira komið út með Godot.

Efni á plötum