Garðakórinn [2] (2000-)

Garðakórinn

Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ hefur starfað frá aldamótum og sett svip sinn á félagsstarf elstu íbúa bæjarfélagsins allt til þessa dags.

Kórinn var stofnaður að öllum líkindum aldamótaárið 2000 og hlaut sama nafn og kirkjukór Garðahrepps hafði borið nokkrum áratugum fyrr, enda voru þá nokkrir í hinum nýstofnaða kór sem einnig höfðu sungið í Garðakórnum hinum eldri.

Fyrsti stjórnandi Garðakórsins var Kristín Pjetursdóttir en Jóhann Baldvinsson tók við af henni líklega árið 2007 og hefur stjórnað kórnum síðan. Kórinn telur yfirleitt um þrjátíu til fjörutíu manns og heldur fjölda tónleika ár hvert, hann hefur einnig verið virkur í heimsóknum til annarra bæjarfélaga og haldið þar tónleika. Stundum tekur Garðakórinn þátt í messuhaldi í heimabæ sínum, Garðabæ. Kórinn æfir í safnaðarheimili Vídalínskirkju.