Greatest Low (2006-10)

Greatest Low var sólóverkefni Þrastar Jóhannssonar (Url, Moonboots o.fl.) sem hann starfrækti á árunum 2006 til 2010.

Um var að ræða eins konar hljóðvers verkefni en Þröstur kom aldrei fram opinberlega undir þessu nafni, hann vann m.a. tvö lög (Morning sun og All we have is now) fyrir kvikmyndina Óróa sem var frumsýnd haustið 2010, auk þess sem efni var að finna með Greatest Low á Myspace-síðu hans.