Greatest love (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem bar nafnið Greatest love en hún starfaði líklega einhvern tímann á tíunda áratug liðinnar aldar. Þröstur Jóhannsson gítarleikari (Url, Moonboots o.fl.) ku hafa verið meðal meðlima hennar en ekkert liggur fyrir um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan eða starfstíma.

Moonboots (1994-)

Hljómsveitin Moonboots (einnig The Moonboots) fór mikinn á öldurhúsum borgarinnar og víðar í kringum aldamótin síðustu en sveitin sérhæfði sig í ábreiðum frá níunda áratugnum sem féllu í góðan jarðveg hjá fólki, einkum á menntaskólaaldri. Moonboots mun hafa verið stofnuð á fyrri hluta árs 1994 innan Menntaskólans við Hamrahlíð en sami hópur að mestu hafði…

Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Blekking (1993)

Hljómsveitin Blekking frá Vestmannaeyjum keppti í Músíktilraunum vorið 1993 en hafði ekki erindi sem erfiði þar enda mun tónlist sveitarinnar hafa verið nokkuð á skjön við það sem þótti móðins á þeim tíma í tilraununum, þrátt fyrir ágæt tilþrif að sögn. Meðlimir Blekkingar voru Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjörnsson gítarleikari, Guðrún Á.…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Da Kaine (2006-07)

Hljómsveitin Da Kaine var starfandi 2006 – 07 og innihélt Garðar Örn Hinriksson söngvara, Matthías Baldursson hljómborðs- og bassaleikara, Þröst Jóhannsson gítarleikara og Finn Pálma Magnússon slagverksleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða hvort hún sé enn starfandi.

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Í fyrstu voru meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson [?] og Einar Björn Árnason [?]. Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var…

Redicent (1996)

Hljómsveit Redicent var starfandi 1996. Hún átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996) og var þá skipuð þeim Þresti Jóhannssyni söngvara og gítarleikara, Páli Arnari bassaleikara, Kjartani Þórissyni trommuleikara og Þresti E. Óskarssyni hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.