Viggó tinnitus (1996)

Hljómsveitin Viggó tinnitus starfaði í Vestmannaeyjum árið 1996 í nokkra mánuði. Meðlimir hennar voru Þröstur Jóhannsson bassaleikari, Birgir Hrafn Hafsteinsson hljómborðs- og gítarleikari, Ívar Bjarklind söngvari, Gísli Elíasson trommuleikari og Leifur Geir Hafsteinsson gítarleikari.

Blekking (1993)

Hljómsveitin Blekking frá Vestmannaeyjum keppti í Músíktilraunum vorið 1993 en hafði ekki erindi sem erfiði þar enda mun tónlist sveitarinnar hafa verið nokkuð á skjön við það sem þótti móðins á þeim tíma í tilraununum, þrátt fyrir ágæt tilþrif að sögn. Meðlimir Blekkingar voru Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Unnþór Sveinbjörnsson gítarleikari, Guðrún Á.…

Texas two step (1995-97)

Texas two step var kántrísveit sem spilaði nokkuð á öldurhúsum á árunum 1995-97, en sveitin var um tíma eins konar húshljómsveit á Feita dvergnum. Um var að ræða kvartett og voru meðlimir hans Þröstur Jóhannsson gítarleikari, Kjartan Þórisson trommuleikari, Valgeir [?] söngvari og Jóhann Guðmundsson bassaleikari. Um tíma lék Bandaríkjamaðurinn Denis Miller gítarleikari með sveitinni.

Name-it (1995)

Hljómsveitin Name-it starfaði á höfuðborgarsvæðinu haustið 1995, hún hafði þá verið starfrækt í nokkra mánuði að minnsta kosti. Meðlimir Name-it voru Garðar Örn Hinriksson söngvari [?], Davíð Ezra, Þröstur Jóhannsson gítarleikari [?], Óskar Bjarnason og Jens Tómas Ness. Ekkert bendir til annars en að þessi sveit hafi verið fremur skammlíf.

Da Kaine (2006 – 2007)

Hljómsveitin Da Kaine var starfandi 2006 – 07 og innihélt Garðar Örn Hinriksson söngvara, Matthías Baldursson hljómborðs- og bassaleikara, Þröst Jóhannsson gítarleikara og Finn Pálma Magnússon slagverksleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina eða hvort hún sé enn starfandi.

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var sveitin skipuð þeim Óskari Haraldssyni söngvara, Þresti Jóhannssyni gítarleikara, Árna Gunnarssyni gítarleikara, Pétri Eyjólfssyni bassaleikara og Gísla Elíassyni trommuleikara. Þá um vorið hafði sveitin…

Redicent (1996)

Hljómsveit Redicent var starfandi 1996. Hún átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur (1996) og var þá skipuð þeim Þresti Jóhannssyni söngvara og gítarleikara, Páli Arnari bassaleikara, Kjartani Þórissyni trommuleikara og Þresti E. Óskarssyni hljómborðsleikara. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um sveitina.