Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára.

Í fyrstu voru meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson [?] og Einar Björn Árnason [?].

Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var sveitin skipuð þeim Óskari Haraldssyni söngvara, Þresti Jóhannssyni gítarleikara, Árna gítarleikara, Pétri bassaleikara og Gísla trommuleikara.

Þá um vorið hafði sveitin keppt í Músíktilraunum Tónabæjar en komst þar ekki í úrslit.