Mas [1] (um 1990)

Í kringum 1990 (nákvæm tímasetning liggur ekki fyrir) starfaði unglingahljómsveit um skamma hríð undir nafninu Mas, í Vestmannaeyjum. Fyrir liggur að gítarleikari sveitarinnar var Árni Gunnarsson en hér er óskað eftir upplýsingum um aðra meðlimi hennar, hljóðfæraskipan og annað bitastætt.

D-7 (1997-2000)

Hljómsveitin D-7 (Díseven / Dee seven) var starfrækt í Vestmannaeyjum og þótti efnileg á sínum tíma, sveitin dó þó drottni sínum án þess að slá almennilega í gegn. D-7 var stofnuð vorið 1997 og vakti þegar nokkra athygli þegar hún tók þátt í Rokkstokk hljómsveitakeppninni í Keflavík, þar var hún meðal efstu sveita og var…

Yellowbellies (1996)

Um hljómsveitina Yellowbellies frá Akureyri finnast ekki miklar upplýsingar. Þó liggur fyrir að sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Þar voru meðlimir sveitarinnar þeir Davíð Þór Helgason bassaleikari, Sverrir Snorrason trommuleikari og Andri Þór Magnússon söngvari og gítarleikari. Árni Gunnarsson söng bakraddir í laginu á safnplötunni en ekki er…

Mömmustrákar [1] (1989-91)

Mömmustrákar er hljómsveit frá Vestmannaeyjum. Þessi sveit var allavega starfandi árið 1989-91 en þá voru allir meðlimir sveitarinnar 16-18 ára. Í fyrstu voru meðlimir sveitarinnar þeir Pétur Eyjólfsson bassaleikari, Gísli Elíasson trommuleikari, Árni Gunnarsson gítarleikari, Ívar Örn Bergsson [?] og Einar Björn Árnason [?]. Árið 1991 áttu Mömmustrákar lag á safnplötunni Húsið en þá var…