Yellowbellies (1996)

engin mynd tiltækUm hljómsveitina Yellowbellies frá Akureyri finnast ekki miklar upplýsingar. Þó liggur fyrir að sveitin átti lag á safnplötunni Músíkblanda 1: Rymur, sem út kom 1996. Þar voru meðlimir sveitarinnar þeir Davíð Þór Helgason bassaleikari, Sverrir Snorrason trommuleikari og Andri Þór Magnússon söngvari og gítarleikari. Árni Gunnarsson söng bakraddir í laginu á safnplötunni en ekki er víst að hann hafi verið í Yellowbellies.

Frekari upplýsingar um þessa akureysku sveit væru vel þegnar.