Yesminis pestis (1987-90)

Yesminis pestis1

Yesminis pestis

Yesminis pestis var rokksveit í Reykjavík á árunum 1987-90. Sveitin var nokkuð öflug í spilamennsku á sínum tíma og tvö lög með henni komu út á safnsnældunni Snarl II: Veröldin er veimiltíta! (1987).

Meðlimir sveitarinnar voru Hafliði Ragnarsson trommuleikari, Ingólfur Haraldsson söngvari [?], Halldór Sölvi Hrafnsson gítarleikari og Ólafur Böðvar Helgason bassaleikari

Yesminis pestis var endurreist löngu eftir aldamót og hittast þeir félagar endrum og sinnum.