The Grinders (1987-90 / 2005)

Blússveitin The Grinders var íslensk/bandarísk sveit sem starfaði í Svíþjóð um skeið um lok níunda áratugarins en meðlimir sveitarinnar voru þeir Kristján Kristjánsson (KK) gítarleikari og söngvari, Þorleifur Guðjónsson bassaleikari, John Scott Alexander (Professor Washboard) ásláttarleikari og Derrick „Big“ Walker munnhörpu- og saxófónleikari. Þeir félagar busk-uðu um Svíþjóð að minnsta kosti og líklega víðar um…

The Grinders – Efni á plötum

Grinders – Special guest pass [snælda] Útgefandi: U&I music Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1989 1. Baby I don‘t care 2. Sitting in the rain 3. Boogie woogie nighthawk 4. What mama told me 5. Ever lovin‘ woman 6. Drive a car 7. My baby 8. Going back to home 9. True to you baby 10.…

Grimm-serían [safnplöturöð] (1992-93)

Árin 1992 og 93 komu út tvær plötur í skammlífri safnplötuseríu sem hér er kölluð Grimm-serían, hljómplötuútgáfan Steinar gaf þær út. Plöturnar tvær hétu Grimm sjúkheit og Grimm dúndur og geymdu safn nýrra íslenskra og erlendra laga en þau erlendu voru þar í meirihluta. Efni á plötum

Grimm-serían [safnplöturöð] – Efni á plötum

Grimm sjúkheit – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: SAFN 521 Ár: 1992 1. Stjórnin – Stór orð 2. Inner circle – Sweat (A la la la la long) 3. One more time – Highland 4. Jet black Joe – Starlight 5. Þúsund andlit – Með þér 6. Double you – We all need love 7. Erasure – Take a change…

Grindverk (1997-99)

Hljómsveitin Grindverk var fremur skammlíft tríó sem starfaði rétt fyrir síðustu aldamót en meðlimir þess voru þeir Sigtryggur Baldursson, Einar Örn Benediktsson og Hilmar Örn Hilmarsson sem allir höfðu verið áberandi í kringum nýbylgju- og pönksenuna upp úr 1980, Sigtryggur og Hilmar Örn í Þey og Einar Örn í Purrki pillnikk og Sigtryggur og Einar…

Grísli & Friðrik (1987-88)

Hljómsveitin Grísli & Friðrik starfaði á Hellu á Rangárvöllum í fáeina mánuði veturinn 1987-88. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Guðjón Jóhannsson trommuleikari, Garðar Jónsson gítarleikari, Elís Anton Sigurðsson bassaleikari og Helgi Jónsson hljómborðsleikari. Sveitin starfaði í skamman tíma sem tríó eftir að Elís bassaleikari hætti í henni.

Grindverk – Efni á plötum

Grindverk – Gesundheit Von K [ep] Útgefandi: Fat Cat records Útgáfunúmer: 12 FAT012 Ár: 1999 1. Gesundheit Von K 2. The twit & the tower 3. Gesundheit Von K9 4. Kastrato Flytjendur: Hilmar Örn Hilmarsson – [?] Einar Örn Benediktsson – [?] Sigtryggur Baldursson – [?]               Grindverk –…

Groove orchestra (1999)

Óskar Guðjónsson saxófónleikari setti saman hljómsveit fyrir Jazzhátíð Reykjavíkur haustið 1999 undir nafninu Groove orchestra en sveitin lék frumsamið efni eftir Óskar. Sveitin var nokkuð sérstæð að samsetningu en hún var skipuð tveimur trommuleikurum og tveimur bassaleikurum auk Óskars sjálfs, þeir voru Jóhann Ásmundsson rafbassaleikari, Þórður Högnason kontrabassaleikari og trommuleikararnir Birgir Baldursson og Matthías M.D.…

Grjótnemar (um 1980)

Hljómsveit sem bar nafnið Grjótnemar starfaði á Akureyri í kringum 1980, líklega aðeins fyrr. Fáar heimildir er að finna um þessa sveit sem ku hafa verið eins konar sveitaballaband en fyrir liggur að Jón Freysson hljómborðsleikari [?] og Þór Freysson gítarleikari [?] voru í henni, þeir bræður komu síðar við sögu Bara-flokksins. Óskað er eftir…

Gröftur (1993)

Hljómsveitin Gröftur frá Húsavík var ein af fjölmörgum sveitum í upphafi tíunda áratugarins sem spiluðu þungt rokk þar í bæ. Vorið 1993 var sveitin meðal þeirra sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir Graftar voru þá þeir Valdimar Óskarsson bassaleikari, Jón Stefánsson trommuleikari og Jóhann Jóhannsson söngvari og gítarleikari, þeir félagar höfðu árið áður verið skráðir…

Græna matstofan (1982)

Græna matstofan var ein fjölmargra hljómsveita sem tók þátt í tónlistarviðburði á vegum SATT sem voru maraþon-tónleikar, haldnir í Tónabæ. Ekki liggja fyrir neinar upplýsingar um meðlimi þessarar sveitar og er því óskað eftir þeim hér með.

Grútur (um 1995)

Óskað er upplýsinga um hljómsveit að nafni Grútur, sem starfaði um miðbik tíunda áratugar liðinnar aldar. Grútur mun hafa verið tengdur hljómsveitinni Öpp jors en upplýsingar þ.a.l. liggja ekki fyrir.

Grumbl (1991)

Bræðingssveitin Grumbl kom fram á tónleikum tengdum djasshátíðinni Rúrek vorið 1991 en sveitin lék að mestu frumsamið efni. Sveitina skipuðu þeir Ari Einarsson gítarleikari, Kjartan Valdemarsson hljómborðsleikari, Hafþór Guðmundsson trommuleikari, Pétur Einarsson slagverksleikari og Þórður Guðmundsson bassaleikari. Sveitin virðist aðeins hafa verið sett saman fyrir þessa einu uppákomu.

Afmælisbörn 6. maí 2020

Afmælisbörn Glatkistunnar eru þrjú í dag: Nanna Bryndís Hilmarsdóttir söngkona, gítarleikari og stofnandi hljómsveitarinnar Of monsters and men er þrjátíu og eins árs gömul í dag. Nanna Bryndís, sem kemur úr Garði, kom fyrst í stað fram sem trúbador undir nafninu Songbird, hún hafði einnig tekið þátt í söngkeppni framhaldsskólanna og verið í hljómsveitinni Pointless…