Gröftur (1993)

Gröftur

Hljómsveitin Gröftur frá Húsavík var ein af fjölmörgum sveitum í upphafi tíunda áratugarins sem spiluðu þungt rokk þar í bæ.

Vorið 1993 var sveitin meðal þeirra sem kepptu í Músíktilraunum Tónabæjar, meðlimir Graftar voru þá þeir Valdimar Óskarsson bassaleikari, Jón Stefánsson trommuleikari og Jóhann Jóhannsson söngvari og gítarleikari, þeir félagar höfðu árið áður verið skráðir til leiks í tilraununum undir nafninu B.R.A. en ekki mætt til leiks af einhverjum ástæðum.

Sveitin komst ekki í úrslit Músíktilrauna og virðist hafa hætt störfum fljótlega eftir það.