Afmælisbörn 27. maí 2020

Gullý Hanna Ragnarsdóttir

Tvö afmælisbörn koma við sögu á afmælislista Glatkistunnar að þessu sinni:

Gunnar Ólason söngvari og gítarleikari Skítamórals frá Selfossi er fjörutíu og fjögurra ára gamall í dag. Auk þess að vera einn af Skímó-liðum hefur hann leikið með sveitum eins og Vinum Sjonna, Galeiðunni, Plasti, Spark, Loðbítlum, Nepal og Poppins flýgur. Auk þess var Gunnar annar helmingur dúettsins Two tricky sem var fulltrúi Íslands í Eurovision 2001.

Gullý Hanna (Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir) er sjötíu og eins árs gömul í dag en hún hefur starfað í Danmörku síðan um miðjan áttunda áratuginn og sent frá sér fjölmargar plötur sem innihalda eins konar poppaða vísnatónlist, stundum með kántrí ívafi. Gullý Hanna hefur sungið bæði á íslensku og dönsku á plötum sínum og má t.a.m. heyra á þeim lög eins og Hægt og hljótt og Söknuður, með dönskum textum.