Guðmundur Ingólfsson [2] (1939-91)

Guðmundur Ingólfsson djasspíanisti lést langt um aldur fram snemma á tíunda áratug síðustu aldar en hann hafði þá um árabil verið meðal fremstu djasstónlistarmanna hér á landi, hann hafði tónlist að aðalstarfi í áratugi og fáir léku jafn oft og hann á opinberum vettvangi, ýmist með danshljómsveitum framan af eða með tríóum, kvartettum og sveitum…

Gulla Vala & tillarnir (1997)

Gulla Vala & tillarnir var tónlistarhópur eða hljómsveit sem kom fram með tónlistaratriði á tónleikum í Norðurkjallara Mennaskólans við Hamrahlíð snemma árs 1997, þeir tónleikar voru síðan hljóðritaðir og gefnir út á plötunni Tún um vorið. Meðlimir Gullu Völu & tillanna voru þau Gunnlaug Þorvaldsdóttir söngkona, Kári Esra Einarsson gítarleikari, Valgerður Einarsdóttir saxófónleikari, Viðar Örn…

Guðmundur Kristjánsson (1901-86)

Lítið hefur verið ritað um tenórsöngvarann Guðmund Kristjánsson sem flutti ungur til útlanda til að mennta sig í söng og starfaði svo lungann úr ævinni vestur í Bandaríkjunum. Ein tveggja laga plata kom út með honum hér á landi en ekki liggja fyrir upplýsingar um útgáfusögu erlendis. Guðmundur Jónasson Kristjánsson fæddist í Búðardal árið 1901…

Guðmundur Haukur Þórðarson – Efni á plötum

Keflavíkurkvartettinn [45 rpm] Útgefandi: Ásaþór Keflavík / Hljóðfæraverslun Sigríðar Helgadóttur Útgáfunúmer: HSH 45 – 1025 Ár: 1968 1. Bandúra 2. Haustlauf 3. Seljadalsrósin 4. Vín, vín þú aðeins ein Flytjendur: Keflavíkurkvartettinn: – Haukur Þórðarson – söngur – Sveinn Pálsson – söngur – Ólafur R. Guðmundsson – söngur – Jón M. Kristinsson – söngur hljómsveit undir stjórn Þóris Baldurssonar: – Þórir Baldursson – [?]…

Guðmundur Haukur Þórðarson (1930-)

Tenórsöngvarinn Guðmundur Haukur Þórðarson hefur sungið með karlakórum í Keflavík og Hafnarfirði í áratugi en hann hefur aukinheldur sent frá sér plötu með söng sínum. (Guðmundur) Haukur Þórðarson  (f. 1930) kemur upphaflega úr Dölunum og hefur alltaf haft taugar þangað en hefur verið búsettur í Keflavík frá fimm ára aldri, starfsvettvangur hans lungann úr ævinni…

Guðmundur Ingólfsson [2] – Efni á plötum

Bob Magnusson group – Jazzvaka Útgefandi: Jazzvakning records Útgáfunúmer: JV 002 Ár: 1981 1. Seven specials 2. I´m getting sentimental over you 3. Þrír húsgangar 4. Móðir mín í kví kví 5. You’d be so nice to come home to Flytjendur: Guðmundur Ingólfsson – píanó Bob Magnússon – kontrabassi Guðmundur Steingrímsson – trommur Viðar Alfreðsson – trompet og flygelhorn Rúnar Georgsson – saxófónn…

Guðrún A. Kristinsdóttir (1930-2012)

Guðrún A. Kristinsdóttir píanóleikari er án vafa einn þekktasti undirleikari íslenskrar tónlistarsögu en hún lék á sínum tíma undir söng flestra einsöngvara og kóra sem eitthvað kvað að, þá má píanóleik hennar heyra á fjölda útgefinna platna. Guðrún Anna Kristinsdóttir fæddist á Akureyri árið 1930 og ólst upp þar í bæ, hún naut leiðsagnar í…

Guðni Þ. Guðmundsson (1948-2000)

Guðni Þ. Guðmundsson kom að íslensku tónlistarlífi með margvíslegum hætti, hann stjórnaði kórum, kenndi, spilaði með hljómsveitum en var fyrst og fremst organisti og fyrir það er hann líkast til þekktastur. Guðni Þórarinn Guðmundsson fæddist í Vestmannaeyjum 1948 og ólst þar upp, fyrstu kynni hans af tónlist var píanónám en hann lærði á píanó sem…

Guðni Rúnar Agnarsson (1956-)

Guðni Rúnar Agnarsson var kunnur dagskrárgerðarmaður í útvarpi og hélt utan um ýmsa þætti sem margir hverjir fjölluðu um tónlist, þekkastur þeirra var þátturinn Áfangar sem hann hafði umsjón með ásamt Ásmundi Jónssyni. Guðni Rúnar (f. 1956) hafði lítillega verið í tónlist á unglingsárum, spilaði á gítar og hljómborð og var í hljómsveitinni Lost sem…

Guðrún Þorsteinsdóttir [1] (1911-90)

Guðrún S. Þorsteinsdóttir messósópran-söngkona og söngkennari starfaði við tónlist alla sína tíð, framan af sem söngkona samhliða kennslu en síðar eingöngu við kennslu, hún stjórnaði einnig kórum og var Barnakór Hlíðaskóla líklega eitt hennar þekkasta afkvæmi en sá kór gaf m.a. út plötu. Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir fæddist á Seyðisfirði sumarið 1911 en flutti fjögurra ára…

Guðrún Waage (1859-98)

Guðrún Waage var ein allra fyrsta söngkona íslenskrar tónlistarsögu, hún kom fram á tónleikum og kenndi einnig hljóðfæraslátt og söng. Guðrún Halla Eggertsdóttir Waage fæddist 1859 og lítið er um hana vitað annað en að hún var kaupmannsdóttir, dóttir Eggerts Waage. Guðrún var einn meðlimur Söngfélagsins Hörpu og söng með þeim á tónleikum árið 1884,…

Gull í mund (1996)

Erfitt er að finna heimildir um hljómsveit sem virðist hafa gengið undir nafninu Gull í mund, hugsanlega var ekki um starfandi hljómsveit að ræða heldur band sem sett var saman einungis til að leika lagið Þú lætur mig loga, flutt af Sigurði Höskuldssyni á safnplötunni Lagasafnið No. 5 – Anno 1996. Með Sigurði (sem syngur…