Gullfiskar (1988-89)

Gullfiskar

Hljómsveitin Gullfiskar starfaði í fáeina mánuði veturinn 1988-89 en hún var sett saman til að kynna sólóplötu Herdísar Hallvarðsdóttur (Grýlurnar, Islandica o.fl.) sem bar einmitt titilinn Gullfiskar og kom út um það leyti. Meðlimir sveitarinnar voru meðal þeirra sem unnu að plötu Herdísar en þeir voru auk hennar sjálfrar sem söng og lék á bassa, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Guðmundur Benediktsson gítar- og hljómborðsleikari, Ingi Gunnar Jóhannsson gítarleikari og eiginmaður Herdísar Gísli Helgason flautu- og hljómborðsleikari.

Sveitin lék á nokkrum tónleikum haustið 1988 og eftir áramótin, mest á Gauki á Stöng en einnig eitthvað á stærri stöðum.