Gullið í ruslinu (1998-2000)

Dúettinn Gullið í ruslinu kom fram á sjónarsviðið haustið 1998 og kom fram á pöbbum höfuðborgarsvæðisins í nokkur skipti fram eftir árinu 2000. Dúettinn skipuðu þeir Björn Hildir Reynisson og Júlíus Hans Þórðarson en ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan.