Versa (1997)

Hljómsveitin Versa var að öllum líkindum skammlíft verkefni menntaskólanema, sett saman til þess eins að koma fram á tónleikum í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Meðlimir Versu voru Bergþóra Magnúsdóttir, Hanna Loftsdóttir og Fjóla Dögg Sverrisdóttir.

Tónleikarnir voru haldnir í febrúar 1997 og gefnir út á geislaplötu nokkru síðar, framlag Versu fékk ágæta dóma í umfjöllun Morgunblaðsins um plötuna (sem bar nafnið TÚN (Tónleikaupptökur úr Norðurkjallara)) en þar kemur fram að hljóðfæraskipan sveitarinnar sé líklega þverflauta, fiðla, víóla eða selló og slagverk. Þar kemur hins vegar ekki fram hverjar þeirra léku á hvaða hljóðfæri.